Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum

Vinnufundurinn svokallaði er haldinn í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum, segir aðstoðarmaður …
Vinnufundurinn svokallaði er haldinn í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum, segir aðstoðarmaður ráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Rík­is­stjórn­in sit­ur nú fund í for­sæt­is­ráðherra­bú­staðnum á Þing­völl­um sem mun standa yfir fram á seinni part dags.

Ólaf­ur Kjaran Árna­son, aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að um „vinnufund“ sé að ræða. Ekki feng­ust hins veg­ar upp­lýs­ing­ar um hvaða mál yrðu á dag­skrá. 

Rík­is­stjórn­in hafi byrjað dag­inn á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un, þar sem einu mál­in á dag­skrá sneru að ann­ars veg­ar Alþjóðafram­fara­stofn­un og hins veg­ar að skoðana­könn­un um ut­an­rík­is­mál.

Ólaf­ur seg­ir að vinnufund­ur­inn muni að öll­um lík­ind­um standa yfir fram á seinni part dags.

Einn ráðherra sé fjar­ver­andi vegna veik­inda. Tveir aðrir séu er­lend­is: Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, og Eyj­ólf­ur Ármanns­son innviðaráðherra.

Sein­ast hélt stjórn­in vinnufund á Þing­völl­um þann 3. janú­ar, en þá var stjórn­in ný­mynduð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert