Segir „óeðlilegt“ að Ísrael taki þátt í Eurovision

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

Ut­an­rík­is­ráðherra Íslands tel­ur „óeðli­legt“ að Ísra­el taki þátt í Eurovisi­on í ár með til­liti til fram­göngu Ísra­els­hers á Gasa. Hún seg­ist búin að tjá menn­ing­ar­ráðherra sína „per­sónu­legu skoðun“. Hún vill samt ekki að Ísland sniðgangi keppn­ina þó Ísra­el taki þátt.

„Al­veg eins og Rúss­um hef­ur ekki verið hleypt áfram á þessu sviði, þá finnst mér ekki óeðli­legt eft­ir það sem und­an er gengið við botn Miðjarðar­hafs, á Gasa­svæðinu, að þess­ar spurn­ing­ar komi upp þegar ít­rekað er verið að brjóta á alþjóðalög­um, brjóta á rétti al­mennra borg­ara til hjálp­araðstoðar,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Ísra­el tek­ur þátt í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, sem hald­in verður í Basel í Sviss í maí. Þátt­taka Ísra­ela hef­ur verið harðlega um­deild, meðal ann­ars hér á landi, vegna stríðsins á Gasa­strönd­inni.

Sjón­varps­stöðva að taka ákvörðun

„Ég und­ir­strika að þetta er mín per­sónu­lega skoðun sem al­menn­ur borg­ari en það er evr­ópskra sjón­varps­stöðva að taka ákvörðun um og þar eiga meðal ann­ars Rík­is­sjón­varp og -út­varp hlut að máli.“

Þegar hafa tæp­lega fimm þúsund manns skrifað und­ir ákall til RÚV um að Ísland dragi sig úr söngv­akeppn­inni í ár fái Ísra­el að taka þátt. Þor­gerður vill aft­ur á móti ekki að Íslend­ing­ar sniðgangi keppn­ina.

„Þetta er bara mín skoðun og [Logi Ein­ars­son] menn­ing­ar­ráðherra veit af henni,“ seg­ir Þor­gerður, spurð hvort rík­is­stjórn­in ætli að beita sér eitt­hvað vegna þátt­töku Ísra­els. Hún bæt­ir við:

„En það er til dæm­is líka mín skoðun að ef Ísra­el­ar taka þátt, þá taka Íslend­ing­ar líka þátt.“

Hún bend­ir á að rík­is­út­varp Spán­verja hafi gert at­huga­semd við þátt­töku Eurovisi­on. Rík­is­sút­varp Spán­ar sendi sam­tök­um evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) er­indi þar sem farið var fram á „umræðu um þátt­töku ísra­elska rík­is­sjón­varps­ins“ í keppn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert