Skanninn hefur nú þegar bjargað mannslífum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fyr­ir­tækið Intu­ens Ómskoðun hef­ur starf­rækt seg­ulóm­tæki hér á landi frá ár­inu 2023. Frá þeim tíma hef­ur mik­ill fjöldi fólks leitað til fyr­ir­tæk­is­ins og fengið svo­kallaða heil­skoðun.

    Guðbjart­ur Ólafs­son heim­il­is­lækn­ir starfar hjá fyr­ir­tæk­inu og hann seg­ir að grein­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafi skipt sköp­um við grein­ingu og meðferð sjúk­dóma sem ann­ars hefðu ekki upp­götv­ast fyrr en miklu seinna.

    Fjöl­mörg dæmi um al­var­leg­ar grein­ing­ar

    „Það eru fjöl­mörg dæmi þar sem við höf­um greint al­var­lega sjúk­dóma. Við höf­um fundið til að mynda æxli í líf­fær­um á borð við heila sem hef­ur þurft nauðsyn­lega inn­grip við eða ill­kynja æxli í öðrum líf­færa­kerf­um,“ seg­ir Guðbjart­ur.

    Sem fólk hef­ur ekki verið meðvitað um?

    Já, sem eru þá ein­kenna­laus. Það má kannski líta á það þannig með krabba­mein, svo við tök­um ristil­krabba­mein sem dæmi. Ef ein­stak­ling­ur grein­ist með ristil­krabba­mein þegar það er bara staðbundið í ristli, ekk­ert komið út fyr­ir ristil, þá eru lífs­lík­urn­ar um 95% eft­ir fimm ár. En ef þú tek­ur ein­hvern sem fékk ristil­krabba­mein og hann grein­ist með mein­vörp í tveim­ur líf­færa­kerf­um fyr­ir utan ristil þá eru lífs­lík­urn­ar eitt­hvað í kring­um 5-10% eft­ir fimm ár sem eru lif­andi,“ seg­ir Guðbjart­ur.

    Intuens rekur hátæknibúnað til segulómunar sem kemur úr smiðju Philips. …
    Intu­ens rek­ur há­tækni­búnað til seg­ulóm­un­ar sem kem­ur úr smiðju Phil­ips. Tæki af þessu tagi kost­ar um 300 millj­ón­ir króna í inn­kaup­um. Ljós­mynd/​Intu­ens

    Í slag við kerfið

    Hann er gest­ur Spurs­mála, ásamt Stein­unni Erlu Thorlacius, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

    Þar fara þau meðal ann­ars yfir það hvernig Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og land­lækn­ir hafa reynt að leggja stein í götu fyr­ir­tæk­is­ins og hrein­lega reynt að kné­setja fyr­ir­tækið.

    Þannig hef­ur fyr­ir­tæk­inu verið gert ókleift að taka þátt í útboðum Sjúkra­trygg­inga á mynd­grein­ing­arþjón­ustu þar sem rík­is­sjóður tek­ur þátt í kostnaði og á grund­velli beiðna frá lækn­um.

    Hins veg­ar hef­ur fyr­ir­tækið haft í nógu að snú­ast í heil­skoðunum þar sem fólk kaup­ir fullu verði heild­ar­grein­ingu á lík­ama sín­um á grund­velli þess sem ómskoðun­ar­búnaður­inn get­ur greint. Kost­ar sú meðferð 300.000 kr. 

    Viðtalið við þau má sjá í heild sinni hér:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert