Stefnir í þrot eftir að húsið eyðilagðist í óveðri

Húsið er rústir einar eftir að hafa skemmst í óveðri …
Húsið er rústir einar eftir að hafa skemmst í óveðri í september árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

37 ára Sigl­f­irðing­ur, Hilm­ar Daní­el Val­geirs­son, seg­ist horfa upp á gjaldþrot eft­ir að hús hans eyðilagðist í ofsa­veðri í sept­em­ber árið 2023. Hann fékk hvorki bæt­ur frá trygg­ing­um né ham­fara­sjóði og Heil­brigðis­eft­ir­litið á Norður­landi vestra hef­ur sett þær kvaðir á hann að hann fjar­lægi rúst­ir húss­ins á eig­in kostnað.

Frest­ur sem Hilm­ari var gef­inn til að fjar­lægja húsið er liðinn.

Að sögn Hilm­ars er það mat sér­fræðinga að það kosti marg­ar millj­ón­ir króna að farga hús­inu og braki sem ligg­ur líkt og hráviði um allt við það.

Slökkviliðsstjóri í Fjalla­byggð seg­ir að íbú­um og eign­um stafi hætta af hús­inu.

Húsið 660 fer­metr­ar 

Hilm­ar starfar sem sund­laug­ar­vörður við íþróttamiðstöðina og seg­ir að ekki sé nokk­ur leið fyr­ir hann að leggja út fyr­ir þeim kostnaði sem til þarf til að rífa húsið og farga því. Húsið stend­ur við Aðal­götu 6b og er um 660 fer­metr­ar að stærð. Hann bjó í hús­inu sem hef­ur verið í eigu fjöl­skyldu hans um langa hríð. Um er að ræða gam­alt frysti­hús sem reist var af Óskari Hall­dórs­syni í síld­ar­æv­in­týr­inu á þriðja ára­tug síðustu ald­ar. 

Í fe­brú­ar síðastliðnum fuku þak­plöt­ur af hús­inu á nær­liggj­andi hús. Meðal ann­ars fuku þak­plöt­ur af hús­inu á girðingu við grunn­skóla.    

Vildi gefa bæn­um eign­ina 

Hilm­ar lagði til við bæ­inn að hann myndi yf­ir­taka land­ar­eign­ina sem til­heyr­ir hús­inu af hon­um þannig að málið myndi leys­ast og að bær­inn myndi sjá um förg­un. Að sögn Hilm­ars vildi hann í raun gefa bæn­um land­ar­eign­ina. 

Hilmar Daníel Valgeirsson
Hilm­ar Daní­el Val­geirs­son Ljós­mynd/​Aðsend

Fjalla­byggð leitaði álits lög­fræðings í mál­inu sem taldi bæn­um ekki stætt á því að taka við hús­inu og land­ar­eign­inni. Að sögn Hilm­ars hef­ur hon­um verið tjáð að bær­inn vilji ekki setja laga­legt for­dæmi með gjörn­ingn­um.

„Það hafa ýms­ar töl­ur verið nefnd­ar um kostnaðinn við að farga þessu en þær eru all­ar marg­ar millj­ón­ir króna. Í fyrstu var talað um 30-60 millj­ón­ir króna en svo einnig lægri töl­ur. Jafn­vel þó þetta yrði tíu millj­ón­ir þá yrði það of mikið fyr­ir mig. Ég er sund­laug­ar­vörður auk þess að vera ný­bú­inn að missa hús,“ seg­ir Hilm­ar. 

Með hjartað í bux­un­um 

Í ofsa­veðrinu sem leiddi til þess að húsið eyðilagðist árið 2023 mæld­ust vind­hviður upp á allt að 49 metra á sek­úndu.

Jó­hann K. Jó­hanns­son, slökkviliðsstjóri í Fjalla­byggð, seg­ir að íbú­um og eign­um stafi hætta af hús­inu.

Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.
Jó­hann K. Jó­hanns­son, slökkviliðsstjóri í Fjalla­byggð. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það fauk upp­haf­lega af hús­inu í sept­em­ber 2023 og svo aft­ur í fe­brú­ar á þessu ári. Í fyrra skiptið fór þak á hús, bíla og tún og í seinna skiptið fór af­gang­ur­inn af þak­inu á hús,“ seg­ir Jó­hann.

Hann seg­ir að í næsta ná­grenni sé veit­inga­hús, íbúðar­hús­næði og grunn­skóli.

„Maður er eig­in­lega bú­inn að vera með hjartað í bux­un­um þegar djúp lægð hef­ur nálg­ast. Einn gafl­inn er far­inn af hús­inu og því er það mjög ótraust,“ seg­ir Jó­hann.

All­ir ótryggðir ef tjón verður 

Jó­hann tel­ur málið um­hugs­un­ar­vert á marga vegu. Þannig greiða Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar ekki tjónið þrátt fyr­ir að varðskipið Freyja hafi mælt vind­hraða upp á 49 metra á sek­úndu auk þess sem bruna­trygg­ing­in nýt­ist ekki þar sem ekki varð tjón í bruna. 

„Þannig að ef frek­ara tjón í hús­inu verður sem skemm­ir út frá sér til þriðja aðila, þá eru all­ir viðkom­andi ótryggðir í mál­inu,“ seg­ir Jó­hann.  

Hann seg­ir að bær­inn hafi ekki heim­ild til að fara inn á svæðið og henda braki og öðru. Það sé svo póli­tísk ákvörðun hvort bær­inn verði við til­lögu Hilm­ars um að taka við hús­inu.

Það sem eftir var af þakplötunum fauk af í febrúar.
Það sem eft­ir var af þak­plöt­un­um fauk af í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​aðsend

Ger­ir ráð fyr­ir því að málið endi aft­ur hjá bæn­um

Þórir Hákonarson, settur bæjarstjóri í Fjallabyggð.
Þórir Há­kon­ar­son, sett­ur bæj­ar­stjóri í Fjalla­byggð. Jó­hann G. Krist­ins­son

Þórir Há­kon­ar­son, sett­ur bæj­ar­stjóri í Fjalla­byggð, seg­ir að leitað hafi verið álits lög­fræðings um það hvort bæn­um hafi verið stætt að kaupa eign­ina. Seg­ir hann að talað hafi verið um upp­kaup frek­ar en yf­ir­töku sök­um þess að Hilm­ar hafi viljað fá hluta fast­eigna­gjalda end­ur­greidd­an.

„Bæj­ar­ráð hafnaði því eft­ir að lög­fræðing­ur hafði farið yfir málið. Málið er í ferli hjá  heil­brigðis­eft­ir­lit­inu og það eru ekki við sem erum að gera kröfu á mann­inn. Ég geri ráð fyr­ir því að málið endi á borði hjá okk­ur aft­ur ef ekk­ert verður brugðist við. Þá mun­um við ræða við mann­inn,“ seg­ir Þórir.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert