20 manns í gæsluvarðhaldi á Suðurnesjum

20 manns eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
20 manns eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær tán­ings­stúlk­ur sem hand­tekn­ar voru á Kefla­vík­ur­flug­velli í lok síðasta mánaðar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efna­flutn­ing sitja enn í gæslu­v­arðhaldi en það renn­ur út 5. maí næst­kom­andi. Alls eru 20 manns í haldi á Suður­nesj­um.

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is en stúlk­urn­ar voru hand­tekn­ar við kom­una til lands­ins frá Þýskalandi þann 30. mars fyr­ir inn­flutn­ing á 20 þúsund fölsuðum Oxycont­in-töfl­um.

Úlfar seg­ir að rann­sókn máls­ins standi á fullu yfir en um svo­kölluð burðardýr er að ræða. Önnur stúlk­an er sautján ára að verða átján, og því und­ir lögaldri, en hin verður tví­tug á þessu ári. Báðar eru þær með evr­ópskt rík­is­fang.

Hann seg­ir að í dag séu 20 manns í gæslu­v­arðhaldi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um og er stór hluti þeirra í haldi vegna inn­flutn­ings á fíkni­efn­um í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert