Andlát: Emil Guðmundsson

Emil Guðmundsson er látinn, 91 árs að aldri. Hann starfaði …
Emil Guðmundsson er látinn, 91 árs að aldri. Hann starfaði lengi hjá Loftleiðum sem hótelsstjóri og síðar svæðisstjóri hjá Flugleiðum og Icelandair. Ljósmynd/Jón Svavarsson

Guðbjörn Emil Guðmunds­son fv. hót­el­stjóri lést á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eyri á Ísaf­irði 11. apríl síðastliðinn, 91 árs að aldri.

Emil fædd­ist á Akra­nesi 31. júlí 1933 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Guðmund­ur Vet­urliði Bjarna­son og Guðríður Gunn­laugs­dótt­ir. Emil átti einn eldri bróður, Har­ald Ársæl, sem lést 2005.

Emil starfaði lengst af sem hót­el­stjóri Hót­els Loft­leiða, eft­ir að hafa verið stöðvar­stjóri hjá Loft­leiðum. Eft­ir árin á hót­el­inu var hann svæðis­stjóri Flug­leiða hér á landi og er­lend­is um ára­bil. Er hann einn full­trúa þeirr­ar kyn­slóðar sem lagði grunn­inn að alþjóðlegri flug­starf­semi hér á landi. Á efri árum skipu­lagði Emil ferðir til Fær­eyja, Græn­lands og Dan­merk­ur og tók að sér far­ar­stjórn í mörg­um þeirra.

Emil var jafn­framt virk­ur í fé­lags­störf­um. Hann sat í stjórn Sögu­fé­lags Loft­leiða og var iðinn við að rækta tengsl fyrr­ver­andi starfs­manna Loft­leiða með reglu­leg­um sam­fund­um. Hann var einn af stofn­end­um Hins ís­lenska skötu­fé­lags, stofnað 1971, ásamt Sig­urði Magnús­syni, sem einnig var þekkt sem Skötu­klúbb­ur Em­ils. Fé­lagið stend­ur fyr­ir skötu­veislu á hverju ári, ým­ist á Akra­nesi eða í Hafnar­f­irði.

Eig­in­kona Em­ils var Sig­ur­björt Bíbí Gúst­afs­dótt­ir, f. 1935, d. 2019. Syn­ir þeirra eru Kjart­an Þór, fyrr­ver­andi flug­gagna­fræðing­ur Isa­via, f. 1955, kvænt­ur Maríu Priscillu Zanoriu, og Ragn­ar, deild­ar­stjóri eft­ir­lits­deild­ar Orku­bús Vest­fjarða, f. 1962, kvænt­ur Sól­eyju Chyr­ish Villaespin. Barna­börn­in eru fimm tals­ins og barna­barna­börn­in sjö.

Útför Em­ils fer fram í kyrrþey í Foss­vogs­kirkju mánu­dag­inn 28. apríl næst­kom­andi.

Emil var meðal stofnenda Hins íslenska skötufélags, og er hér …
Emil var meðal stofn­enda Hins ís­lenska skötu­fé­lags, og er hér heiðraður á ein­um slík­um fundi af Gísla Gísla­syni. Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Emil Guðmundsson var mikill frömuður í ferðaþjónustu á árum áður.
Emil Guðmunds­son var mik­ill frömuður í ferðaþjón­ustu á árum áður.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert