Bankarnir þrír kerfislega mikilvægir

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Karítas

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri gerði stöðu ís­lensku viðskipta­bank­anna að umræðuefni í ræðu sinni á árs­fundi Seðlabank­ans fyrr í þess­um mánuði.

Hann nefndi að op­in­ber umræða væri á þá leið að ís­lensk­ir bank­ar byggju við of mikl­ar eig­in­fjár­kvaðir og væru því ósam­keppn­is­hæf­ir. Leiðir til úr­bóta væru annaðhvort sam­ein­ing­ar banka eða aflétt­ing kvaða.

„Þarna átti ég við að kannski væri ekki ástæða til að kvarta. Arðsemi bank­anna hef­ur tvö­fald­ast á síðustu fjór­um árum. Þeir hafa náð að auka tekj­ur veru­lega og minnka kostnað á sama tíma. Þeir líta alls ekki illa út í er­lend­um sam­an­b­urði,“ seg­ir Ásgeir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Hann seg­ir að séu bank­arn­ir born­ir sam­an við svipað stóra banka ann­ars staðar á Norður­lönd­um sé mun­ur­inn ekki svo mik­ill. „Það sem mun­ar um er að hér á landi eru bank­arn­ir þrír kerf­is­lega mik­il­væg­ir og bera eig­in­fjár­kvaðir í sam­ræmi við það. Bank­ar af sam­bæri­legri stærð á Norður­lönd­um eru ekki kerf­is­lega mik­il­væg­ir og bera því eðli­lega lægri eig­in­fjár­kvaðir. Ég fagna um­bóta­vilja frá bönk­un­um, en auk­in arðsemi get­ur ekki verið feng­in með því að veikja þá þjóðhags­varúð sem er til staðar. Það kem­ur þeim sjálf­um í koll. Síg­andi lukka er best.“

Hann tel­ur ekki ólík­legt að sam­ein­ing­ar haldi áfram á fjár­mála­markaði en seg­ir að þrír sé galdra­tala í hag­fræði. „Ef bank­arn­ir eru færri en þrír þá er ekki markaður.“ 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert