Segja frumvarpið stuðla að pólitískri mismunun

Nemendurnir vilja frekar sjá stjórnvöld einbeita sér að bættum námsárangri.
Nemendurnir vilja frekar sjá stjórnvöld einbeita sér að bættum námsárangri. Samsett mynd/mbl.is/Karítas Sveina/mbl.is/Kristinn Magnússon

Tals­menn Nem­enda­fé­lags Versl­un­ar­skóla Íslands segja frum­varp Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar mennta- og barna­málaráðherra um breyt­ingu á lög­um fram­halds­skóla, brjóta gegn jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar og stuðla að póli­tískri mis­mun­un nem­enda.  

Þetta kem­ur fram í inn­sendri um­sögn nem­enda­fé­lags­ins til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, sem fer m.a. með mál fram­halds­skól­anna.

Það eru þau Pét­ur Orri Pét­urs­son og Eva Sól­ey Sig­steins­dótt­ir sem senda um­sögn­ina inn fyr­ir hönd nem­enda­fé­lags­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert