„Skólakerfið okkar stendur höllum fæti“

„Við munum hlusta á þeirra framsögur, bjóða upp á spurningar …
„Við munum hlusta á þeirra framsögur, bjóða upp á spurningar úr sal og umræður og svo ætlum við að fara í stutta vinnustofu í lokin og ræða lausnir. Við viljum heyra hvað það er sem fólk er að kalla eftir,“ segir Hildur. mbl.is/Hallur Már

Skóla­kerfið í borg­inni stend­ur höll­um fæti og van­líðan og of­beld­is­menn­ing meðal ung­menna er að aukast. Þetta er meðal þess sem Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn, seg­ir í sam­tali við mbl.is um boðaðan fund í Breiðholts­skóla klukk­an 17.00 í dag.

 „Við vilj­um ávarpa þetta í breiðara sam­hengi. Fund­ur­inn verður hald­inn í Breiðholts­skóla og auðvitað von­um við að þar komi for­eldr­ar barna úr hverf­inu og ræði svo­lítið stöðuna í hverf­inu en við erum líka að ræða mál­in í stóra sam­heng­inu, fyr­ir borg­ina alla.

Það eru all­ir hjart­an­lega vel­komn­ir. Það verður heitt á könn­unni og við von­umst til að sjá sem flesta,“ seg­ir Hild­ur og ít­rek­ar að fund­in­um sé ætlað að fjalla heilt yfir um stöðu barna og ung­menna í skóla­kerf­inu.

Læsi ábóta­vant og of mik­il snjallsíma­notk­un

„Við boðum til þessa fund­ar um stöðu barna og ung­menna í skóla­kerf­inu vegna þess að skóla­kerfið okk­ar stend­ur höll­um fæti, nem­end­ur eru ekki nægi­lega vel und­ir­bún­ir und­ir lífið þegar þeir út­skrif­ast úr námi,“ seg­ir Hild­ur.

„Við erum til að mynda að sjá að læsi drengja og stúlkna er ekki nægi­lega gott. Við sjá­um líka að van­líðan meðal ung­menna er að aukast, mögu­lega vegna mik­ill­ar snjallsíma notk­un­ar.

Svo höf­um við verið að sjá ákveðna of­beld­is­menn­ingu meðal ung­menna, við þekkj­um umræðuna um mál­efni Breiðholts­skóla og dæmi úr Breiðagerðis­skóla, og þessi mál eru auðvitað að eiga sér stað víðar.“

Þrír fram­sögu­menn verða á fund­in­um

Þrír fram­sögu­menn verða á fund­in­um. Þorgrím­ur Þrá­ins­son fer með er­indið „Vertu ást­fang­inn af líf­inu“. Hann hef­ur yfir lengri tíma ferðast um landið og talað við krakka í tí­undu bekkj­um grunn­skóla lands­ins. Að sögn Hild­ar hef­ur hann skynjað aukna van­líðan meðal ung­menna og greint frá hvað hann tel­ur megi gera til að bæta úr því.

Sylvía Erla Mel­steð fer með er­indið „Að gef­ast ekki upp“. Hún gerði heim­ilda­mynd um les­blindu, setti af stað lestr­ar­átak meðal grunn­skóla­barna og hef­ur þróað snjall­for­rit sem styður við börn og heima­nám þeirra.

Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­um skóla­stjóra Rétt­ar­holts­skóla og Mela­skóla, þekk­ir skólaum­hverfið vel að sögn Hild­ar og mun fara með er­indið „Árang­urs­rík­ur skóli“.

Vilja heyra hvað það er sem fólk kall­ar eft­ir

„Við mun­um hlusta á þeirra fram­sög­ur, bjóða upp á spurn­ing­ar úr sal og umræður og svo ætl­um við að fara í stutta vinnu­stofu í lok­in og ræða lausn­ir. Við vilj­um heyra hvað það er sem fólk er að kalla eft­ir,“ seg­ir Hild­ur.

All­ir séu hjart­an­lega vel­komn­ir á fund­inn, „það verður heitt á könn­unni og við von­umst til að sjá sem flesta“.

„Við höld­um fund­inn í Breiðholts­skóla en það þýðir ekki að við séum bara að fjalla um mál­efni Breiðholts­skóla.

Við mun­um fjalla heilt yfir um stöðu barna og ung­menna í skóla­kerf­inu þó að fund­ur­inn eigi sér stað í þessu hverfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert