„Var búinn að grátbiðja okkur um að bjarga sér“

Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, komu honum aftur til Íslands …
Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, komu honum aftur til Íslands frá Kólumbíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fór ekki út. Við tók­um ákvörðun um að bara annað okk­ar færi. Oscar var bú­inn að grát­biðja okk­ur um að koma og bjarga sér.“

Þetta seg­ir Sonja Magnús­dótt­ir, fóst­ur­móðir Oscars And­ers Flor­ez Boca­negra um aðdrag­and­ann og ferðalagið þegar þau Svavar Jó­hanns­son, fóst­urfaðir drengs­ins, sóttu hann til Kól­umb­íu á síðasta ári.

Í raun á eig­in veg­um

„Í raun og veru var maður­inn minn bara sam­ferða hon­um til Íslands. Strák­ur­inn kom sér sjálf­ur í gegn­um allt sam­an. Hann var í raun­inni bara á eig­in veg­um en við vild­um ekki láta hann ferðast ein­an þannig að maður­inn minn var bara sam­ferða hon­um,“ seg­ir Sonja.

Er hann þá gagn­vart yf­ir­völd­um í Kól­umb­íu, kól­umb­ísk­ur rík­is­borg­ari á ferðalagi?

„Já.“

Oscar hef­ur fengið synj­un um dval­ar­leyfi hér á landi en frest­ur hans til að fara sjálf­vilj­ug­ur úr landi rann út á miðnætti. Hvorki Oscar né fjöl­skyld­an hafa heyrt neitt frá yf­ir­völd­um og geta lítið annað en beðið í óvissu.

Hef­ur það að hann sé hér á eig­in veg­um eitt­hvað að gera með þá stöðu sem upp er kom­inn og þá ákvörðun yf­ir­valda hér á landi um að vísa dregn­um af landi brott?

„Nei, í raun og veru þarf tvennt til þannig að end­ur­tek­in um­sókn sé tek­in til skoðunar. Það er að mann­eskj­an sé á land­inu og að það séu breytt­ar aðstæður eða ný gögn í mál­inu.

Hann er nátt­úru­lega fylgd­ar­laus og er bú­inn að lenda í of­beldi, sem hann var ekki til­bú­inn að segja inni á stofn­un sem var búin að hafna hon­um.“

Lít­ur á okk­ur sem fjöl­skyldu

Sonja seg­ir ekk­ert leynd­ar­mál að Oscar sé hér á landi til að sækja um dval­ar­leyfi til að vera á Íslandi.

„Hann lít­ur á okk­ur sem fjöl­skyldu sína. Hann á eng­an ann­an að í heim­in­um sem get­ur hugsað um hann og við vilj­um hugsa um hann,“ seg­ir hún.

Þau hjón­in eru að velta fyr­ir sér að hefja ætt­leiðing­ar­ferli. Sonja seg­ir það eitt­hvað sem þau hafi rætt og séu sam­mála um að þau vilji gera.

Hún seg­ir að Oscari líði vel hér á landi, sé í góðum vina­hóp þar sem hann eigi bæði ís­lenska vini og vini af er­lendu bergi brotnu.

„Þetta eru góðir strák­ar sem eru bara í fót­bolta og vilja mæta í skól­ann, rækt­ina og sund. Þeir eru bara komn­ir heim klukk­an tíu og eru bara ynd­is­leg­ir strák­ar.“

Seg­ir hún Oscar elska að fara í skól­ann en hann þori reynd­ar ekki að fara núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert