Byggingargallar alvarlegt vandamál

Eins og fjallað var um á miðopnu Morgunblaðsins í gær …
Eins og fjallað var um á miðopnu Morgunblaðsins í gær telur matsmaður að steypan í þessu húsi frá 2019 sé um margt gölluð. mbl.is/Baldur

Jó­hanna Klara Stef­áns­dótt­ir, sviðsstjóri mann­virkja­sviðs Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir mik­il­vægt að sporna gegn göll­um í ný­bygg­ing­um.

Til­efnið er um­fjöll­un Morg­un­blaðsins að und­an­förnu um mikla galla í ný­bygg­ingu í Voga­byggð í Reykja­vík en í kjöl­far henn­ar hafa marg­ir haft sam­band við blaðið og lýst yfir áhyggj­um af stöðunni. Sagði einn þeirra að virðing fyr­ir fagþekk­ingu ís­lenskra bygg­ing­ar­manna með öfl­uga bygg­ing­ar­reynslu væri nú nær eng­in. Gróðinn væri aðal­atriðið.

Valda fjár­hags­legu tjóni

Jó­hanna Klara seg­ir málið al­var­legt. „Bygg­ing­argall­ar hafa víðtæk áhrif, þeir geta haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar og valdið fjár­hags­legu tjóni. Þeir hafa nei­kvæð áhrif á ímynd grein­ar­inn­ar sem er miður þar sem á markaði eru fjöl­marg­ir bygg­ing­ar­verk­tak­ar sem hafa mikla reynslu og halda vel utan um þau at­vik sem upp koma, lag­færa þau og bæta verk­ferla í kjöl­farið. Það er því afar mik­il­vægt að farið sé í mark­viss­ar aðgerðir til að greina og fyr­ir­byggja galla en í dag sjá­um við að gall­ar koma fram af ýms­um ástæðum,“ seg­ir Jó­hanna Klara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert