Lögregla handtók í dag meintan vasaþjóf í miðbæ Reykjavíkur og lét hann dúsa í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fréttir af vasaþjófum hafa verið áberandi að undanförnu. Síðasta föstudag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þrjá þjófa í miðbæ Reykjavíkur sem voru grunaðir um vasaþjófnað.
Greint hefur verið frá svokölluðu „vasaþjófagengi“ sem herjað hefur á ferðamenn á Suðurlandi að undanförnu.
Einn af eigendum Gullsmiðju Ófeigs sagði við mbl.is á dögunum að hið svokallaða vasaþjófagengi hefði rænt verslunina. Gengið er talið vera tíu manna hópur erlendra einstaklinga.