Enn annar vasaþjófurinn handtekinn í Reykjavík

Greint hefur verið frá svokölluðu „vasaþjófa­gengi“ sem herjað hef­ur á …
Greint hefur verið frá svokölluðu „vasaþjófa­gengi“ sem herjað hef­ur á ferðamenn á Suður­landi að und­an­förnu. mbl.is/sisi

Lög­regla hand­tók í dag meint­an vasaþjóf í miðbæ Reykja­vík­ur og lét hann dúsa í fanga­klefa vegna rann­sókn­ar máls­ins.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu. Frétt­ir af vasaþjóf­um hafa verið áber­andi að und­an­förnu. Síðasta föstu­dag barst lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu til­kynn­ing um þrjá þjófa í miðbæ Reykja­vík­ur sem voru grunaðir um vasaþjófnað.

Herja á ferðamenn

Greint hef­ur verið frá svo­kölluðu „vasaþjófa­gengi“ sem herjað hef­ur á ferðamenn á Suður­landi að und­an­förnu.

Einn af eig­end­um Gullsmiðju Ófeigs sagði við mbl.is á dög­un­um að hið svo­kallaða vasaþjófa­gengi hefði rænt versl­un­ina. Gengið er talið vera tíu manna hóp­ur er­lendra ein­stak­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert