Gímaldið verði rifið

Lögmaður Búseta telur verulega annmarka á útgáfu leyfa og á …
Lögmaður Búseta telur verulega annmarka á útgáfu leyfa og á grundvelli þess beri byggingarfulltrúa að afturkalla fyrri ákvörðun sína. mbl.is/Árni Sæberg

Bú­seti hef­ur lagt fram 17 síðna kröfu­gerð þar sem fram kem­ur krafa um að græna gíma­ldið svo­nefnda við Álfa­bakka í Mjódd verði fjar­lægt og jarðrask afmáð.

Bygg­ing­ar­full­trú­inn í Reykja­vík aft­ur­kalli bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir allt mann­virkið og all­ar fram­kvæmd­ir verði stöðvaðar. Í lok janú­ar aft­ur­kallaði bygg­ing­ar­full­trú­inn bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir kjötvinnslu í hús­inu og síðan þá hef­ur tím­inn verið notaður til að klára húsið.

Er­lend­ur Gísla­son, lögmaður hjá LOGOS, seg­ir að bygg­ing­araðili hafi tekið mikla áhættu með því að leggja kapp á að klára húsið; það sé gert í vondri trú þar sem veru­leg­ir ann­mark­ar hafi komið í ljós við gerð deili­skipu­lags og út­gáfu leyfa.

Vissu af mót­mæl­un­um

„Frá því að fyrstu kröf­ur um verk­stöðvun tóku að ber­ast í nóv­em­ber og des­em­ber hef­ur fram­kvæmd­araðili verið í vondri trú. Hann veit af mót­mæl­um ná­granna og þeim kröf­um sem fram hafa verið born­ar. Við bend­um á dóma­for­dæmi þess efn­is að þegar menn hafa klárað bygg­ing­ar vit­andi um mót­mæli þá geta þeir ekki vísað í að það séu svo mikl­ir hags­mun­ir í húfi að það þurfi ekki að farga bygg­ing­unni. Bygg­ing­araðil­inn hljóp til í lok janú­ar og setti auk­inn kraft í að klára verkið,“ seg­ir Er­lend­ur.

Hann seg­ir að með ákvörðun sinni í lok janú­ar um að aft­ur­kalla bygg­ing­ar­leyfi kjötvinnsl­unn­ar hafi bygg­ing­ar­full­trú­inn drepið mál­inu á dreif, sem setti allt í stopp í kæru­ferl­inu. Á meðan gafst bygg­ing­araðila færi á að ljúka við bygg­ing­una að utan.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert