Handteknir vegna gruns um nytjastuld á ökutækjum

Tólf gista í fangageymslum lögreglunnar.
Tólf gista í fangageymslum lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír voru hand­tekn­ir vegna gruns um nytjastuld vél­knú­inna öku­tækja og fleira og voru þeir all­ir vistaðir í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Alls eru 69 mál bókuð í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu og gista tólf í fanga­geymslu lög­reglu.

Einn var hand­tek­inn í miðborg­inni vegna gruns um sölu og dreif­ingu fíkni­efna og var hann vistaður í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar.

Lög­regl­an á lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, fékk til­kynn­ingu um inn­brot og þjófnað í versl­un og er málið til rann­sókn­ar.

Þá voru nokkr­ir öku­menn hand­tekn­ir vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og/​eða fíkni­efna og var einn þess­ara öku­manna einnig grunaður um sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert