Nýtt alzheimerlyf fær markaðsleyfi

Lyf sem hægir á hrörnun heilastarfsemi á upphafsstigum sjúkdómsins hefur …
Lyf sem hægir á hrörnun heilastarfsemi á upphafsstigum sjúkdómsins hefur fengið markaðsleyfi. Ljósmynd/Colourbox

Gefið hef­ur verið út markaðsleyfi fyr­ir alzheimer­lyfið Leqembi í aðild­ar­ríkj­um Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, þar á meðal á Íslandi, en lyfið hæg­ir á hrörn­un heil­a­starf­semi á upp­hafs­stig­um sjúk­dóms­ins. Hugs­an­legt er að meðhöndl­un með lyf­inu hefj­ist hér á landi í vet­ur eða í byrj­un næsta árs.

Leqembi er líf­tækni­lyf sem er notað til að meðhöndla væga vit­ræna skerðingu eða væga heila­bil­un vegna alzheimer­sjúk­dóms hjá full­orðnum. Áður hef­ur lyfið m.a. fengið markaðsleyfi í Banda­ríkj­un­um, Jap­an, Kína og Bretlandi. Fleiri slík lyf eru í þróun.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lyfja­stofn­un gaf stofn­un­in út markaðsleyfi á Íslandi fyr­ir Leqembi 16. apríl síðastliðinn. Lyfja­stofn­un seg­ir í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins að það sé háð ýms­um þátt­um hvenær og hvort nýtt lyf sem flokk­ast sem leyf­is­skylt lyf sé aðgengi­legt sjúk­ling­um hér á landi. Það krefj­ist aðkomu margra aðila, þar á meðal markaðsleyf­is­hafa og umboðsaðila lyfs­ins, Lyfja­stofn­un­ar og lyfja­nefnd­ar Land­spít­ala. Þá sé það und­ir markaðsleyf­is­haf­an­um komið hvort hann hygg­ist sækja um að markaðssetja lyfið hér á landi og sækja um greiðsluþátt­töku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert