Sérstök rannsóknaraðgerð í Árnessýslu

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lög­regl­unni á Suður­landi …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lög­regl­unni á Suður­landi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var hand­tek­inn en var lát­inn laus skömmu síðar í aðgerðum lög­regl­unn­ar á Suður­landi í gær þar sem sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út til aðstoðar.

Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir í sam­tali við mbl.is að um sér­staka ein­angraða rann­sókn­araðgerð hafi verið að ræða sem átti sér stað í Árnes­sýslu. Hann vildi ekki greina frá því í hvaða bæj­ar­fé­lagi aðgerðin hafi átt sér stað.

Spurður hvers vegna sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hafi verið kölluð til aðstoðar seg­ir hann:

„Við fáum sér­sveit­ina oft til aðstoðar til að tryggja ör­yggi okk­ar sjálfra og þeirra sem eru á staðnum.“

Hann seg­ir að rann­sókn máls­ins standi enn yfir en ekki sé um stórt mál að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert