„Þetta var mjög skemmtileg sumargjöf“

„Deildin mun opna og ég er búinn að láta foreldrahópinn …
„Deildin mun opna og ég er búinn að láta foreldrahópinn vita – þar eru allir alsælir með þetta. Þetta var mjög skemmtileg sumargjöf sem var send til þessa foreldrahóps í gær,“ segir bæjarstjórinn. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/mbl.is/Golli

Ný ung­barna­deild verður opnuð á Seltjarn­ar­nesi í sum­ar. Þetta staðfest­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness. Til stóð að efla dag­for­eldrastarf í bæn­um en að sögn bæj­ar­stjóra var opn­un nýrr­ar deild­ar heppi­legri kost­ur.

Íbúar á Seltjarn­ar­nesi hafa haft mikl­ar áhyggj­ur af dag­vist­unar­úr­ræðum barna sinna og sagt sér­stak­lega brýnt að bregðast við skorti á úrræðum fyr­ir yngstu börn­in. Efnt var til und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar vegna máls­ins en ekk­ert dag­for­eldri hef­ur verið starf­andi á Seltjarn­ar­nesi og fjöl­skyld­ur hafa ekki leng­ur aðgang að úrræðum í Reykja­vík. Útlit var því fyr­ir að börn sem fædd eru fyrri hluta árs­ins 2024 fengju ekki leik­skóla­pláss fyrr en um haustið 2026, orðin 28-30 mánaða göm­ul.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir bæj­ar­stjór­inn efl­ingu dag­for­eldra­starfs bæj­ar­ins hafa verið „plan A“ og „plan B“ hafi verið að opna deild­ina, manna hana og taka inn 16 börn.

„Þetta staðfesti bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness í gær að til­lögu meiri­hluta Sjálf­stæðismanna. Deild­in mun opna og ég er bú­inn að láta for­eldra­hóp­inn vita – þar eru all­ir al­sæl­ir með þetta. Þetta var mjög skemmti­leg sum­ar­gjöf sem var send til þessa for­eldra­hóps í gær.“

„Við get­um tekið fleiri börn inn í sum­ar en til stóð“

Þór seg­ir opn­un deild­ar­inn­ar hafa orðið fyr­ir val­inu vegna nýrra reglna frá gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála sem hann hafi ekki þekkt til áður.

„Það eru komn­ar nýj­ar regl­ur sem koma í veg fyr­ir að við gæt­um tekið fleiri en tíu börn inn á þessa deild, ef við hefðum farið dag­for­eldra­leiðina, það hefti okk­ur svo­lítið. Ég hélt að við gæt­um haft kannski þrjá dag­for­eldra með fimm börn hver – en nú er það þannig að dag­for­eldri með meira en árs­reynslu má hafa fimm börn en nýliðar ein­göngu fjög­ur börn.

Við fengj­um aldrei leyfi fyr­ir fleiri en tvo dag­for­eldra í þetta hús­næði, þetta eru regl­ur frá gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála sem ég þekkti ekki. Þannig að plan B var mikið heppi­legra, til að full­nýta hús­næðið.“

Seg­ir hann vinn­una þegar hafna við að und­ir­búa starfsaug­lýs­ing­ar, klára úti­svæðið og aðlaga deild­ina að yngstu börn­un­um.

Aðspurður seg­ist hann eiga von á að deild­in opni eft­ir sum­ar­leyfi og fyrstu börn verði tek­in inn í ág­úst mánuði.

„Við get­um tekið fleiri börn inn í sum­ar en til stóð. Ég á fast­lega von á því að fyrstu börn­in verði tek­in inn í ág­úst en ann­ars er ekk­ert mikið sem þarf að gera til að opna deild­ina,“ seg­ir hann, út­færsl­ur verði skoðaðar nán­ar á næstu dög­um.

Stefnt að útboði á nýrri leik­skóla­bygg­ingu

Spurður hvernig hann sér fyr­ir sér fram­haldið í þróun leik­skóla­mála á Seltjarn­ar­nesi seg­ir bæj­ar­stjór­inn að fyr­ir­hugað sé að fara í útboð á nýrri leik­skóla­bygg­ingu, sem hafi verið kosn­ingalof­orð Sjálf­stæðismanna.

„Við ætl­um að reyna að stefna að útboði á henni í maí. Það tek­ur eitt og hálft ár að byggja það en þegar það hús er risið verða þar átta deild­ir, þá náum við aldr­in­um ansi vel niður – eins ná­lægt tólf mánaða inn­töku og mögu­legt er.“

Þá seg­ir hann ár­ferði hafa verið sér­stak­lega erfitt ný­lega vegna þess að Reykja­vík­ur­borg hafi sett skil­yrði á einka­rek­in úrræði í Reykja­vík, sem borg­in gefi starfs­leyfi, að öll börn verði að vera með lög­heim­ili í Reykja­vík.

„Þetta hef­ur farið ansi hljótt en þess vegna erum við allt í einu kom­in með mikið lengri biðlista en hefði kannski þurft að vera. Okk­ur var ekk­ert til­kynnt um þetta, eða neinu öðru sveit­ar­fé­lagi. Þetta kom svo­lítið aft­an að okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert