Andlát: Þorleifur Pálsson

Þorleifur Pálsson.
Þorleifur Pálsson.

Þor­leif­ur Páls­son, fyrr­ver­andi sýslumaður í Kópa­vogi, lést miðviku­dag­inn 23. apríl síðastliðinn.

Þor­leif­ur fædd­ist á Skinn­astað í Öxarf­irði þann 17. júní árið 1938 og ólst þar upp við öll al­menn sveita­störf. For­eldr­ar hans voru sr. Páll Þor­leifs­son pró­fast­ur og Guðrún Elísa­bet Arn­órs­dótt­ir.

Þor­leif­ur sótti barna­skóla á Lundi í Öxarf­irði, las heima und­ir leiðsögn föður síns, tók lands­próf við Héraðsskól­ann á Laug­um og lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1960. Hann lauk embætt­is­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands 1968 og stundaði fram­halds­nám í stjórn­sýslu­rétti við Osló­ar­há­skóla vet­ur­inn 1973.

Þor­leif­ur var full­trúi sýslu­manns­ins í Vík í Mýr­dal frá 1968, og var sett­ur sýslumaður þar 1969-70 og 1974. Hann var full­trúi í dóms- og kirkju­málaráðuneyt­inu frá 1970, deild­ar­stjóri þar frá 1976 og skrif­stofu­stjóri 1987-92. Þor­leif­ur var skipaður sýslumaður í Kópa­vogi 1992 og gegndi því embætti til árs­ins 2008.

Þor­leif­ur stundaði hesta­mennsku í yfir 50 ár og fór ótal lengri og skemmri hesta­ferðir á þeim tíma, víðs veg­ar um ör­æfi lands­ins og flesta lands­hluta. Að auki fór Þor­leif­ur margoft í göng­ur, í Öxarf­irði og á af­rétt­um Árnes­sýslu. Und­an­far­in 40 ár hef­ur Þor­leif­ur og fjöl­skylda haft aðstöðu til hrossa­halds á býl­inu Vindási í Hvolhreppi.

Söng­ur hef­ur verið annað áhuga­mál Þor­leifs. Hann söng með Stúd­entakórn­um og söng­sveit­inni Fíl­harm­ón­íu í nokk­ur ár en síðan 1974 hef­ur hann sungið með Karla­kórn­um Fóst­bræðrum og með Göml­um Fóst­bræðrum síðan 2010.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Þor­leifs er Guðbjörg Krist­ins­dótt­ir lyfja­fræðing­ur. Son­ur þeirra er Krist­inn Tryggvi Þor­leifs­son fram­kvæmda­stjóri, kvænt­ur Þór­dísi Rún­ars­dótt­ur sál­fræðingi. Son­ur Guðbjarg­ar er Stefán Bald­vin Friðriks­son for­stjóri, kvænt­ur Þjóðhildi Þórðardótt­ur viðskipta­fræðingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert