„Breyttist óvænt í mjög spennandi ferð“

Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á Anfield á sunnudaginn.
Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á Anfield á sunnudaginn. AFP

Stuðnings­menn Li­verpool eru væg­ast sagt spennt­ir fyr­ir leik sinna manna gegn Totten­ham sem fram fer á An­field á sunnu­dag­inn en Li­verpool dug­ar jafn­tefli í leikn­um til að tryggja sér Eng­lands­meist­ara­titil­inn. Hátt í 60 manns halda til Li­verpool í dag á veg­um ferðaskrif­stof­unn­ar Visitor og verða á meðal áhorf­enda á An­field.

„Það eru 56 manns á okk­ar veg­um sem fara með vél­inni í dag og óvænt hef­ur þessi ferð breyst upp í mjög skemmti­lega ferð í ljósi stöðunn­ar sem upp er kom­in,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Visitor ferðaskrif­stofu, Sig­urður Hlöðvers­son, bet­ur þekkt­ur sem Siggi Hlö.

Hann seg­ist skynja mikla spennu og eft­ir­vænt­ingu hjá þeim sem halda til Li­verpool í dag.

„Það er smá tryll­ing­ur í fólki og sér­stak­lega hjá yngra fólk­inu sem eðli­legt er enda er mikið í húfi.“

Sigurður Hlöðversson er framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu.
Sig­urður Hlöðvers­son er fram­kvæmda­stjóri Visitor ferðaskrif­stofu. mbl.is/​Hari

Sig­urður seg­ir að í gær hafi tólf ákveðið að skella sér á leik­inn.

„Ég er bú­inn að vera í smá brasi við að út­vega þeim miða en allt hefst þetta,“ seg­ir Sig­urður.

Li­verpool er með tólf stiga for­skot á Arsenal og all­ar lík­ur eru á að „Rauði her­inn“ hampi sín­um 20. meist­ara­titli og jafni þar með Manchester United yfir fjölda titla í deild­inni. Li­verpool á fimm leiki eft­ir en Arsenal 4.

Spurður hvað fólk sé að borga fyr­ir miða á leik­inn seg­ir Sig­urður:

„Helg­ar­ferð er alltaf að kosta um 200 þúsund á mann þar sem innifalið er flug, gist­ing og miði á leik­inn en í gær var miði á leik­inn kom­inn í frá 1.200 pund­um,“ seg­ir hann en það jafn­gild­ir rúm­lega 200 þúsund krón­um.

Held að Li­verpool klúðri ekki tæki­fær­inu

Li­verpool og Arsenal mæt­ast á An­field þann 11. maí og seg­ir Sig­urður að það sé stærsti leik­ur­inn á veg­um Visitors.

„Þetta er leik­ur­inn sem fólk var að veðja á í ág­úst að gæti orðið úr­slita­leik­ur­inn í deild­inni en núna er viður­eign Li­verpool og Totten­ham orðin aðalleik­ur árs­ins. Ég held að Li­verpool klúðri ekki tæki­fær­inu á sunnu­dag­inn að tryggja sér titil­inn á heima­velli fyr­ir fram­an sína stuðnings­menn,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að í dag sé mikið um að fjöl­skyld­ur skelli sér sam­an á leiki í ensku úr­vals­deild­inni og mörg dæmi eru um að ferm­ing­ar­börn fái slík­ar ferðir í gjöf eða afi sem fagn­ar 70 ára af­mæli sínu.

„Þess­ar gömlu, góðu fylle­rís­ferðir heyra sög­unni til,“ seg­ir hann.

Sjálf­ur er Siggi gall­h­arður stuðnings­maður Manchester United. Hann seg­ist reyna að láta ekki mikið sjá sig á An­field og hann mun ekki fylgja hópn­um til Li­verpool.

„Það vita all­ir með hvaða liði ég held en ég hef þó farið í nokkr­ar Li­verpool-ferðir. Mér finnst æðis­legt að koma til An­field og Li­verpool er skemmti­leg borg,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert