„Efast um að það gjósi í sumar“

,,Þetta er allt saman að róast og landrisið er að …
,,Þetta er allt saman að róast og landrisið er að detta niður í mjög svipaða stöðu og var fyrir síðasta gos," segir Benedikt. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er allt sam­an að ró­ast og landrisið er að detta niður í mjög svipaða stöðu og var fyr­ir síðasta gos.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, við mbl.is spurður út í stöðuna við Sund­hnúkagíga. Áttunda eld­gosið frá því gos­hrin­an hófst við Sund­hnúkagíga í des­em­ber 2023 hófst 1. apríl en því lauk aðeins um sex klukku­stund­um síðar.

Bene­dikt seg­ir að skjálfta­virkn­in fari minnk­andi en á meðan kviku­söfn­un haldi áfram und­ir Svartsengi þurfi að reikna með kviku­hlaupi eða eld­gosi.

„Ég held að við séum ekk­ert að bú­ast við því að það fari eitt­hvað ger­ast aft­ur þarna á næst­unni og það gætu al­veg liðnir nokkr­ir mánuðir í næsta at­b­urð. Kerfið er klár­lega að hægja á sér og ég ef­ast um að það gjósi í sum­ar miðað við hvernig þetta er að þró­ast en það er samt ekki úti­lokað,“ seg­ir hann.

Bene­dikt seg­ir klárt að kvikuflæðið sé að minnka og að skamm­tíma­breyt­ing­ar virðist vera meira tengd­ar ástand­inu í kviku­hófl­inu sjálfu og eig­in­leik­um jarðskorp­unn­ar í kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert