Helsingjafaraldur ógnar afkomu bænda

Helsinginn leitar í túnin og velur bændum skaða.
Helsinginn leitar í túnin og velur bændum skaða. Ljósmynd/Linnea Samila

Gríðarleg­ur upp­gang­ur hels­ingja­stofns­ins á Suðaust­ur­landi er far­inn að ógna af­komu bænda.

Svo rammt kveður að fjölg­un gæsa­teg­und­ar­inn­ar að stór­sér á afurðum bænda og sam­keppni um beit í út­haga og á tún­um er orðin slík að í sum­um til­vik­um þarf að taka sauðfé á hús fyrr að hausti þar sem ekk­ert er til skipt­anna þegar hels­ing­inn hef­ur tekið hvað hressi­leg­ast til mat­ar síns.

Bregðast þurfi við

Á þetta bend­ir Bjarni Hauk­ur Bjarna­son, bóndi á Kálfa­felli í Suður­sveit. Hann seg­ir að sér­tækt veiðibann sem í gildi er í Skafta­fells­sýsl­um geri bænd­um ókleift að grisja stofn­inn að nægi­legu marki. Nú þurfi hins veg­ar að bregðast skjótt við þar sem fugl­inn sé far­inn að hafa veru­leg áhrif á vist­kerfi svæðis­ins.

„Staðan er mjög slæm núna. Hann klár­ar ein­fald­lega gróður­inn. Það hef­ur lítið rignt og það litla sem sprett­ur hverf­ur ein­fald­lega ofan í fugl­inn. Hann er bú­inn að bíta tún­in al­veg niður,“ seg­ir Bjarni Hauk­ur, sem hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála.

„Maður reyn­ir að bera á tún­in og hann étur allt. Svo ætl­ar maður að koma með lamb­fé á tún­in og þá er sam­keppn­in orðin svo mik­il að það seink­ar allri sprettu og mögu­leik­um til slátt­ar þegar líður á sum­arið,“ út­skýr­ir Bjarni Hauk­ur.

Úthag­inn einnig und­ir

Bend­ir hann á að hels­ing­inn leiti helst í tún­in en fjölg­un­in í stofn­in­um sem hingað sæk­ir sé slík að þau dugi eng­an veg­inn til. Því sé út­hag­inn far­inn að láta mjög á sjá.

„Á síðustu tveim­ur árum hef­ur þetta verið hrein­lega svaka­legt. Við erum að sjá 30% fall í afurðum og það eru eng­ar aðrar breyt­ur sem geta skýrt þetta högg en upp­gang­ur hels­ingj­ans,“ seg­ir Bjarni Hauk­ur.

Hann seg­ir að veiða þurfi fugl­inn í mun meira mæli og aflétta sérregl­um sem gilda um veiðileyfi í Skafta­fells­sýsl­um. Hann seg­ist hafa rætt málið við Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og hún sé öll af vilja gerð. Málið sé til skoðunar.

Grípa þarf til aðgerða

„En það er bara ekki hægt að skoða mál­in enda­laust og vega og meta stöðu stofns­ins heilt yfir landið eða á mjög stóru svæði. Áhrif­in geta verið mjög staðbund­in og veru­leg eins og í okk­ar til­viki. En þetta á við um fleiri bænd­ur í Öræf­um og Suður­sveit,“ seg­ir Bjarni Hauk­ur.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert