Herskip komin til Reykjavíkur

Kafbátur við Sundahöfn í morgun.
Kafbátur við Sundahöfn í morgun. Ljósmynd/Jens Elíasson

Kaf­báta­eft­ir­lit­sæfing­in Dynamic Mong­oose hefst hér á landi á mánu­dag­inn og stend­ur til 9. maí. Her­skip banda­lags­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins hófu að koma til hafn­ar í Reykja­vík í gær en Ísland er gest­gjafi æf­ing­ar­inn­ar að þessu sinni.

Æfing­in er ár­leg og fer fram suður af land­inu og á hafsvæðinu milli Íslands og Nor­egs. Land­helg­is­gæsla Íslands hef­ur ann­ast skipu­lagn­ingu æf­ing­ar­inn­ar í sam­starfi við varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og flota­stjórn Atlants­hafs­banda­lags­ins í Nort­hwood í Bretlandi.

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose hefst hér á landi á mánudaginn.
Kaf­báta­eft­ir­lit­sæfing­in Dynamic Mong­oose hefst hér á landi á mánu­dag­inn. Ljós­mynd/​Jens Elías­son

Her­skip­in sem eru vænt­an­leg til hafn­ar í Reykja­vík í dag eru skip­in HNLMS Tromp frá Hollandi, FGS Bayern og FGS Rhön frá Þýskalandi, ORP Gener­al Kazimierz Pulaski frá Póllandi auk þýsks kaf­báts. Þrjú skip­anna eru hluti af fasta­flota NATO. Þá mun varðskipið Freyja taka þátt í æf­ing­unni auk þyrlu­sveit­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert