Hildur og Mikael í Moulin Rouge!

Halldór Gylfason, Mikael Kaaber, Hildur Vala Baldursdóttir og Björn Stefánsson …
Halldór Gylfason, Mikael Kaaber, Hildur Vala Baldursdóttir og Björn Stefánsson í efri röð. Haraldur Ari Stefánsson, Margrét Eir Hönnudóttir, Esther Talía Casey, Valur Freyr Einarsson og Íris Tanja Flygenring í neðri röð. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Hild­ur Vala Bald­urs­dótt­ir og Mika­el Kaaber munu fara með hlut­verk Sat­ine og Christian í upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins á söng­leikn­um Moul­in Rou­ge! sem frum­sýnd­ur verður í haust. Þetta upp­lýsti Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir, leik­stjóri upp­færsl­unn­ar, rétt í þessu í spjallþætti hjá Gísla Marteini í Sjón­varp­inu.

„Tals­verð eft­ir­vænt­ing hef­ur ríkt eft­ir þeirri til­kynn­ingu enda var gríðar­mik­ill áhugi á dans- og söng­pruf­um fyr­ir söng­leik­inn, yfir 300 dans­ar­ar sóttu um að taka þátt í pruf­un­um fyr­ir þau dans­hlut­verk sem í boði voru. Hæfi­leik­arn­ir sem komu fram í pruf­un­um voru stór­kost­leg­ir og val­nefnd stóð frammi fyr­ir afar erfiðu verk­efni,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Borg­ar­leik­húsið sendi í kjöl­farið frá sér. 

Þar kem­ur fram að auk Hild­ar Völu og Mika­els í burðar­hlut­verk­un­um verða í aðal­hlut­verk­um þau Hall­dór Gylfa­son sem Zidler, Björn Stef­áns­son sem Tou­lou­se-Lautrec, Val­ur Freyr Ein­ars­son sem her­tog­inn og Har­ald­ur Ari Stef­áns­son sem Santiago. Með önn­ur hlut­verk fara Íris Tanja Flygenring, Mar­grét Eir Hönnu­dótt­ir, Esther Tal­ía Casey og Pét­ur Ern­ir Svavars­son.

Dans­hlut­verk skipa þau An­aïs Bart­he Leite, Birna Karls­dótt­ir, Björn Dag­ur Bjarna­son, Er­nesto Cami­lo Valdes, Fanný Lísa Hevesi, Gabriel Marling Ri­deout, Hann­es Þór Eg­ils­son, Kar­en Sif Kam­g­an, Ka­ritas Lotta Tul­inius, Marinó Máni Mabazza, Rún­ar Bjarna­son, Þórey Birg­is­dótt­ir og Mar­grét Hörn Jó­hanns­dótt­ir.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri.
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir leik­stjóri. mbl.is/​Karítas

„Það er ótrú­lega spenn­andi að geta loks svipt hul­unni af leik-og dans­hópi sýn­ing­ar­inn­ar en það er stór­feng­leg­ur hóp­ur lista­manna sem hreppti þessi eft­ir­sóttu hlut­verk. Áhug­inn á dans- og söng­pruf­un­um fór fram úr björt­ustu von­um og það var magnað að sjá þá miklu hæfi­leika sem komu fram þar. Valið var langt frá því að vera auðvelt en það er þannig með lúx­us­inn – sá á kvöl­ina sem á völ­ina. Ég hlakka óskap­lega til fram­halds­ins. Nú mega myllu­spaðarn­ir fara að snú­ast!“ er haft eft­ir Bryn­hildi í til­kynn­ing­unni. Bryn­hild­ur leik­stýr­ir ís­lensku upp­færsl­unni á út­gáfu And­ers Al­biens hjá Nordiska á Moul­in Rou­ge! söng­leikn­um.

yfir 300 dansarar sóttu um að taka þátt í prufunum …
yfir 300 dans­ar­ar sóttu um að taka þátt í pruf­un­um fyr­ir þau dans­hlut­verk sem í boði voru. Hér má sjá þau sem hrepptu hnossið. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir


Um Moul­in Rou­ge kvik­mynd­ina

Í til­kynn­ing­unni er rifjað upp að kvik­mynd Baz Luhrmanns, Moul­in Rou­ge!, sem dreift var af Twentieth Cent­ury Studi­os með sér­stöku sam­komu­lagi við Bu­ena Vista Theatrical, var frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es árið 2001. Mynd­in hlaut verðlaun sem besta kvik­mynd­in á Gold­en Globe verðlauna­hátíðinni og var til­efnd til átta Óskar­sverðlauna, þar af hlaut hún verðlaun í tveim­ur flokk­um. „Hún var tek­in upp í Syd­ney í Ástr­al­íu og tal­in hafa blásið nýju lífi í dans- og söngv­amynd­ir. Tón­list­in úr mynd­inni sló í gegn og naut strax mik­illa vin­sælda.“

Um Moul­in Rou­ge! söng­leik­inn

Þar er einnig rifjað upp að Moul­in Rou­ge! söng­leik­ur­inn var heims­frum­sýnd­ur í Bost­on árið 2018 og náði fljótt alþjóðlegri vel­gengni. „Ári síðar var hann frum­sýnd­ur á Broadway og hlaut mikið lof áhorf­enda jafnt sem gagn­rýn­enda og vann til tíu Tony-verðlauna. Vel­gengni söng­leiks­ins hef­ur haldið áfram og er hann enn sýnd­ur fyr­ir fullu húsi á Broadway, auk þess að vera sýnd­ur á West End í London, í Þýskalandi og í Hollandi. Jafn­framt er söng­leik­ur­inn á sýn­ing­ar­ferð um Norður-Am­er­íku og sýn­ing­ar­ferð um heim­inn hófst í apríl 2025 auk þess sem sýn­ing­ar hefjast í Suður-Kór­eu í ár. Fram­leiðand­ur Moul­in Rou­ge! söng­leiks­ins eru Car­men Pavlovic og Gerry Ryan hjá Global Creatur­es ásamt Bill Dam­aschke.

Um Moul­in Rou­ge í Par­ís

Moul­in Rou­ge í Par­ís, und­ir for­ystu Jean-Jacqu­es Clerico, for­stjóra, er stór­brot­inn, glæsi­leg­ur heim­ur og tákn fyr­ir Par­ís­ar­skemmt­an­ir allt frá ár­inu 1889. Upp­haf­lega opnaði staður­inn sem vin­sæll kaba­rett- og dansstaður en öðlaðist sess sem goðsagna­kennd­ur vett­vang­ur fyr­ir tón­leika­sýn­ing­ar á þriðja ára­tug 20. ald­ar­inn­ar, og síðar sem leik­hús þar sem marg­ir fræg­ir fransk­ir og alþjóðleg­ir lista­menn tróðu upp. Í dag býður Moul­in Rou­ge upp á revíu­sýn­ing­una Féerie, þar sem 60 flytj­end­ur taka þátt í tveggja tíma flutn­ingi þar sem skipt er á milli dans­atriða, og óvæntra uppá­koma – þar á meðal hins fræga franska Can-can dans! Frá upp­hafi hef­ur Moul­in Rou­ge boðið gest­um sín­um að upp­lifa gleði og til­finn­ing­ar í gegn­um ein­stak­ar og íburðamikl­ar skraut­sýn­ing­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert