Isavia gyrði sig í brók: „Nú er nóg komið“

Jens segir að framkvæmd á lögum um leigubifreiðaakstur frá 2022 …
Jens segir að framkvæmd á lögum um leigubifreiðaakstur frá 2022 hafi algjörlega mistekist. Samsett mynd/mbl.is

For­stjóri og stjórn­ar­formaður Isa­via hafa ekki gefið kost á sér til viðtals og ekki held­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra vegna kaf­fiskúrs í eigu rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins sem ákveðnir aðilar hafa breytt í bæna­hús. 

Vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að Isa­via þurfi að „gyrða sig í brók“ vegna ástands­ins sem hef­ur skap­ast á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Kaf­fiskúr­inn á að vera í boði fyr­ir leigu­bíl­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli en eins og greint hef­ur verið frá þá hef­ur leigu­bíl­stjór­um verið meinaður aðgang­ur að hon­um af öðrum leigu­bíl­stjór­um sem hafa lagt und­ir sig skúr­inn fyr­ir bæna­hald. 

Æðstu stjórn­end­ur tjá sig ekki

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via vildi ekki svara spurn­ing­um mbl.is fyrr í dag um það af hverju aðstaðan hefði verið tek­in fyr­ir bæna­hald né þá hversu lengi Isa­via hefði vitað af þessu. 

Ný­skipaður stjórn­ar­formaður Isa­via, Steinþór Páls­son, vildi ekki tjá sig við mbl.is og upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via sagði ekki mögu­leika á því að fá viðtal við for­stjóra Isa­via í dag, og jafn­vel ekki eft­ir helgi.

Þá hef­ur Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ekki svarað fyr­ir­spurn­um um viðtal. 

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipti nýverið út öllum í stjórn …
Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra skipti ný­verið út öll­um í stjórn Isa­via nema ein­um stjórn­ar­manni. Hann hef­ur ekki svarað fyr­ir­spurn­um mbl.is um Isa­via. Morg­un­blaðið/​Karítas

„Ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta“

Jens Garðar Helga­son, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrif­ar á face­book að Isa­via þurfi að „gyrða sig í brók.“

„Nú er nóg komið! Það er greini­legt að fram­kvæmd á lög­um um leigu­bif­reiðaakst­ur frá 2022 hef­ur al­gjör­lega mistek­ist. Kröf­ur til þeirra sem keyra leigu­bif­reiðar virðast litl­ar sem eng­ar og ófremd­ar­ástand, svo vægt til orða sé tekið, rík­ir á leigu­bíla­markaði. Neyt­enda­vernd er eng­in og frétt­ir, og ný­leg­ir dóm­ar, sýna að ör­yggi not­enda er ógnað.“

Hann seg­ir aug­ljóst að fyr­ir þinglok í vor verði að breyta um­rædd­um lög­um og herða kröf­ur til þeirra sem keyra leigu­bif­reiðar sem og þeirra sem reka leigu­bíla­stöðvar.

„Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta leng­ur. Þangað til verður Isa­via að gyrða sig í brók vegna ástands­ins sem skap­ast hef­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ skrif­ar Jens.

Frétta­manni vísað frá

Haft var eft­ir leigu­bíl­stjóra í frétt­um RÚV að kaffiaðstaða leigu­bíl­stjóra væri nú „bæna­hús“ og að menn hefðu ekki einu sinni aðgengi að kló­setti þar sem húsið væri upp­tekið und­ir bæna­hald mús­líma.

Í frétt­um má sjá að frétta­manni er vísað frá á meðan bæna­hald er í gangi inn­an­dyra.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, hjólaði einnig í Isa­via í kjöl­far frétta af mál­inu. 

„Allt í einu ertu lent­ur í sam­keppni við menn hvaðan æfa að úr heim­in­um sem þurfa ekki að upp­fylla sömu skil­yrði og þú. Ganga fram eins og þeim sýn­ist og rukka jafn­vel að vild.

Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaf­fiskúr­inn þinn til að pissa af því að hof­móðugt rík­is­fyr­ir­tæki er búið að breyta hon­um í bæna­hús fyr­ir þá sem tóku af þér vinn­una,“ skrifaði Sig­mund­ur á face­book. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert