Isavia neitar að tjá sig um bænahald í kaffiaðstöðu

Kaffiaðstaða leigubílstjóra við Keflavíkurflugvöll hefur verið nýtt undir bænahald.
Kaffiaðstaða leigubílstjóra við Keflavíkurflugvöll hefur verið nýtt undir bænahald. mbl.is/Eyþór

Isa­via kýs að svara ekki spurn­ingu um það hvers vegna aðstaða fyr­ir leigu­bíl­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur verið nýtt und­ir bæna­hald leigu­bíl­stjóra.

Haft var eft­ir leigu­bíl­stjóra í frétt­um RÚV að kaffiaðstaða leigu­bíl­stjóra væri nú „bæna­hús“ og að menn hefðu ekki einu sinni aðgengi að kló­setti þar sem húsið væri upp­tekið und­ir bæna­hald mús­líma.

Í frétt­um má sjá að frétta­manni er vísað frá á meðan bæna­hald er í gangi inn­an­dyra.

„Kaffiaðstaðan“ er í eigu Isa­via. Spurður um það hvort Isa­via væri meðvitað um það að húsið væri nýtt und­ir bæna­hald svar­ar Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via ekki spurn­ing­unni.

Aðstaða fyr­ir alla

„Þarna er hús­næði sem er í eigu Isa­via. Þetta er aðgengi­legt öll­um leigu­bíl­stjór­um sem hafa aðgang að leigu­bíla­svæðinu við Kefla­vík­ur­flug­völl og kjósa að nýta sér þessa aðstöðu. Þarna er aðstaða fyr­ir þá sem vilja nota kló­sett og neyta mat­ar eða drykkj­ar. Þetta er opið fyr­ir alla leigu­bíl­stjóra sem kjósa að gera svo,“ seg­ir Guðjón.

Spurður að nýju hvort fyr­ir­tækið sé meðvitað um að það hafi verið tekið yfir fyr­ir bæna­hald þá kýs Guðjón að vísa til fyrra svars án þess að svara spurn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert