Mikill viðsnúningur í rekstri Árborgar

Skuldaviðmið sveitarfélagsins er nú 107,6%.
Skuldaviðmið sveitarfélagsins er nú 107,6%. mbl.is/Sigurður Bogi

Rekstr­araf­koma Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar árið 2024 er með þeim bestu frá upp­hafi og langt um­fram áætlan­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Árborg­ar en árs­reikn­ing­ur­inn var lagður fram í bæj­ar­ráði sveit­ar­fé­lags­ins í morg­un.

Rekstr­arniðurstaða A- og B-hluta var já­kvæð um 3.243 millj­ón­ir króna, þrátt fyr­ir að gert hafði verið ráð fyr­ir 115 millj­óna króna halla.

Í A-hluta var rekst­ur­inn já­kvæður um 1.892 millj­ón­ir, þar sem gert hafði verið ráð fyr­ir um 1.000 millj­óna halla.

„Þetta er mjög ánægju­leg niðurstaða,“ er haft eft­ir Braga Bjarna­syni bæj­ar­stjóra í til­kynn­ingu á vef bæj­ar­ins en hann tel­ur að hagræðing­araðgerðir, sala eigna og aukn­ar tekj­ur vegna íbúa­fjölg­un­ar og sér­staks álags á út­svari skýri ár­ang­ur­inn að stór­um hluta.

Styrk­ist þrátt fyr­ir fjár­fest­ing­ar

Veltu­fé frá rekstri meira en tvö­fald­ast á milli ára og nam 4.383 millj­ón­um króna. Hand­bært fé jókst einnig um tæp­ar 2.000 millj­ón­ir og nam alls 2.333 millj­ón­um króna í lok árs. Bragi seg­ir þetta sýna að aðgerðir síðustu ára hafi skilað sér fyrr en von­ast var til.

„Við stefnd­um að ábyrgri lausn á rekstr­ar­vanda og það er að tak­ast,“ seg­ir Bragi. Hann seg­ir mark­miðið áfram vera að skapa for­send­ur til lækk­un­ar gjalda og álaga – íbú­ar eigi að njóta ár­ang­urs­ins.

Skuldaviðmið lækk­ar úr 147,4% í 107,6%

Skuld­ir við lána­stofn­an­ir lækkuðu milli ára og skuldaviðmið sveit­ar­fé­lags­ins er nú 107,6% en var áður 147,4%. Aft­ur á móti juk­ust heild­ar­skuld­ir lít­il­lega vegna skamm­tíma­lána sem verða end­ur­fjármögnuð.

Árs­reikn­ing­ur­inn tek­ur meðal ann­ars til­lit til tekna af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar í Björk­ur­stykki sem skilaði 700 millj­ón­um króna um­fram áætlan­ir. Já­kvæð rekstr­arniðurstaða náðist í flest­um mála­flokk­um og út­svar­s­tekj­ur juk­ust m.a. vegna meiri íbúa­fjölg­un­ar en gert hafði verið ráð fyr­ir, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Álag á út­svar skil­ar 300 millj­ón­um um­fram áætlan­ir

Hluti af fjár­hagsaðgerðum und­ir yf­ir­skrift­inni Brú til betri veg­ar var sér­stakt álag á út­svarið árið 2024. Aðgerðin – sem nær aðeins til þessa árs – skilaði sveit­ar­fé­lag­inu um 300 millj­ón­um króna um­fram áætlan­ir og hafði veru­leg áhrif á rekst­ur­inn.

„Það má segja að nú reyni á að viðhalda aga í rekstr­in­um og halda áfram á þess­ari braut,“ seg­ir Bragi. Hann bend­ir á að sam­komu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins við Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga ljúki 1. maí og að þessi ár­ang­ur styðji við áfram­hald­andi bætt­an rekst­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert