Opinn fyrir að tengja námið við háskóla

Logi Einarsson segir háskólaráðuneytið tilbúið til að aðstoða Rafmennt, sem …
Logi Einarsson segir háskólaráðuneytið tilbúið til að aðstoða Rafmennt, sem hefur nú tekið við rekstri Kvikmyndaskólans, að komast í samtal við háskóla. Samsett mynd mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, seg­ir há­skólaráðuneytið til­búið til að aðstoða Raf­mennt við að kom­ast í sam­tal við há­skóla, ef þess er óskað.

Raf­mennt tók ný­verið við rekstri Kvik­mynda­skóla Íslands eft­ir að skól­inn varð gjaldþrota.

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, sem nú hef­ur látið af störf­um sem rektor Kvik­mynda­skól­ans, sagði í sam­tali við mbl.is á þriðju­dag að fyr­ir kaup Raf­mennt­ar á skól­an­um hafi hann átt í viðræðum við há­skóla­stofn­an­ir um mögu­legt sam­starf.

Þar hafi Bif­röst verið einna opn­ust fyr­ir sam­tali um hugs­an­lega sam­ein­ingu.

Gætu lokið námi með diplóma­gráðu

Sjálf­ur mátti Kvik­mynda­skól­inn ekki kalla sig há­skóla, sam­kvæmt niður­stöðu mats­nefnd­ar er­lendra sér­fræðinga sem fjallaði um um­sókn skól­ans um há­skólaviður­kenn­ingu árið 2022.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Logi að þegar Kvik­mynda­skól­inn var starf­andi hafi hann sinnt námi á svo­nefndu fjórða hæfnistigi – viðbót­ar­námi við fram­halds­skóla.

„Við höfðum áhuga á því að búa til svona brú þannig að Kvik­mynda­skól­inn kæm­ist í sam­starf við ann­an há­skóla og nem­end­ur gætu þá tekið nám í Kvik­mynda­skól­an­um og lokið því síðan með diplóma­prófi á einu ári í há­skóla. Þetta er í raun­inni hug­mynd sem að fyrr­ver­andi ráðherra [Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir] byrjaði að vinna með og við bara héld­um áfram.“

Ráðuneytið til­búið til þess að halda áfram

Aðspurður seg­ir hann ráðuneytið enn opið fyr­ir slík­um sam­töl­um. Það sé þó á herðum Raf­mennt­ar að fá viður­kenn­ingu sem fram­halds­skóli á fjórða hæfn­is­sviði, líkt og Kvik­mynda­skól­inn hafði áður.

„Næstu skref eru fyr­ir Raf­mennt að taka ákvörðun um hvað þau ætla að gera. Ætla þau að kenna eft­ir vorið kvik­mynda­gerð á sama hæfn­is­sviði og Kvik­mynda­skól­inn var að gera? Þá er mitt ráðuneyti til­búið til þess að aðstoða þau við að kom­ast í sam­tal við ann­an viður­kennd­an há­skóla um þessa brú,“ seg­ir ráðherr­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert