#74. - Helsingjasteik með brúnuðum og Logi ósáttur við orð Sigurjóns

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Logi Ein­ars­son, ráðherra fjöl­miðlamála, hyggst standa við þá ákvörðun sína að draga úr styrkj­um til tveggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali á vett­vangi Spurs­mála.

    Þátt­ur­inn var send­ur út hér á mbl.is klukk­an 14 en upp­töku af hon­um má nálg­ast í meðfylgj­andi mynd­bands­spil­ara, á Spotify og YouTu­be, og er hún öll­um aðgengi­leg. 

    Á að refsa af eig­in geðþótta?

    Í viðtal­inu er Logi einnig spurður út í um­mæli sem Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is lét falla og lúta að því að refsa eigi fjöl­miðlum sem ekki stunda frétta­flutn­ing sem er hon­um að skapi.

    Í þætt­in­um verður einnig rætt við Loga um brýn mál sem tengj­ast gervi­greind­arkapp­hlaupi stór­veld­anna, styrki til náms­manna og sitt­hvað fleira.

    And­lát páfans og skóla­máltíðir

    Í frétt­um vik­unn­ar er rætt við þau Jakob Frí­mann Magnús­son, fyrr­um þing­mann Flokks fólks­ins og Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.

    Þar ber ým­is­legt á góma, and­lát páfans í Róm, skóla­máltíðir og annað sem til um­fjöll­un­ar hef­ur verið í sneisa­fullri frétta­viku í upp­hafi sum­ars.

    Fylgstu með áhuga­verðu sam­tali um þjóðfé­lags­mál, vítt og breitt, á vett­vangi Spurs­mála alla föstu­daga kl. 14 á mbl.is.

    Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir …
    Jakob Frí­mann Magnús­son, Logi Ein­ars­son og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir eru gest­ir Spurs­mála að þessu sinni. Sam­sett mynd/​mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert