Svandísi krossbrá yfir ákvörðun Bjarna

„Mér krossbrá og ég hugsaði með mér bara „þetta er …
„Mér krossbrá og ég hugsaði með mér bara „þetta er ekki heiðarlegt“, að sitja með okkur á fundi og láta okkur tala um það hvernig sé hægt að laga hlutina og gera þetta svo svona,“ segir Svandís í þættinum Sjókastið. Samsett mynd mbl.is/Eggert/Karítas

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, seg­ist hafa kross­brugðið þegar Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti að hann hygðist slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þetta seg­ir Svandís í þætt­in­um Sjók­astið sem er nýtt hlaðvarp á veg­um Sjó­mannadags­ráðs. 

Er þar Svandís spurð, af Arí­el Pét­urs­syni þátta­stjórn­anda og for­manni Sjó­mannadags­ráðs, hvort hún hafi séð eft­ir þeirri ákvörðun að taka ekki sæti í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar til ný rík­is­stjórn yrði mynduð.

Seg­ir Svandís að ákvörðunin hafi verið tek­in eft­ir umræðu í þing­flokki VG þar sem ljóst hafi orðið að þing­menn vildu ekki starfa með Bjarna leng­ur. Það hafi verið í kjöl­far „al­gjörs trúnaðarbrests“ sem hafi átt sér stað á milli formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Mér kross­brá“

„Við hitt­umst, for­menn flokk­anna, í stjórn­ar­ráðinu til þess að fara yfir stöðuna og hvernig okk­ur lit­ist á til­tek­in átaka­mál sem voru þá á borðinu og það voru auðvitað mál­efni út­lend­inga, orku­mál, ým­is­legt sem við sáum að við þyrft­um að vinna með,“ seg­ir Svandís og held­ur áfram:

„Við Sig­urður Ingi töld­um bæði að það væru til lausn­ir á því og þetta er á laug­ar­degi. Á sunnu­degi til­kynn­ir hann [Bjarni] okk­ur að hann ætli að slíta þessu. Mér kross­brá og ég hugsaði með mér bara „þetta er ekki heiðarlegt“, að sitja með okk­ur á fundi og láta okk­ur tala um það hvernig sé hægt að laga hlut­ina og gera þetta svo svona.

Þannig að það sem ég ber í raun og veru und­ir minn þing­flokk er það að það séu tveir kost­ir í stöðunni; annaðhvort sé að taka sæti í starfs­stjórn fram að kosn­ing­um eða stíga út úr sam­starfi við Bjarna Bene­dikts­son, sem varð niðurstaðan.“

Hlutu all­ir hörmu­lega út­reið

Þá tel­ur Svandís ákvörðun­ina hafa verið rétta og seg­ist telja það hafa orðið mjög erfitt fyr­ir flokk­inn að fara í kosn­ing­ar ver­andi í rík­is­stjórn­inni.

„En sag­an seg­ir okk­ur það að all­ir þess­ir þrír flokk­ar hlutu bara hörmu­lega út­reið í þess­um kosn­ing­um, þó að það hafi verið misaf­drifa­ríkt og nátt­úru­lega langþyngst hjá okk­ur, að vera bein­lín­is kom­in út af þingi.“

Flokk­ur­inn hafi aldrei náð sér á strik eft­ir brott­för Katrín­ar

Þá seg­ir Svandís flokk­inn hafa verið far­inn að mæl­ast með lágt fylgi í könn­un­um um það leyti sem að Katrín Jak­obs­dótt­ir sagði sig frá for­manns­stöðu sinni og fór í for­setafram­boð, en það var í byrj­un apríl 2024. Eft­ir það hafi flokk­ur­inn aldrei náð sér á strik.

„Svona eft­ir á að hyggja þá átt­um við bara ein­hvern veg­inn ekki séns í þeirri stöðu að vera í þess­ari óvin­sælu rík­is­stjórn, vera með þessi til­teknu mál á bak­inu, og vera alltaf und­ir þess­um 5% mörk­um sem var alltaf umræðuefnið í öll­um þátt­um og alls staðar. Það var eig­in­lega bara strax „já, VG nær ekki inn“ þannig að fólk byrjaði mjög snemma að hugsa það er ekki vel farið með at­kvæðið.

Horfa má á þátt­inn hér að neðan. Umræðan sem hér er tek­in fyr­ir hefst 1:39:50.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert