„Þokkalegt vorveður“ um helgina

„Þetta er bara þokkalegt vorveður áfram – svona milt og …
„Þetta er bara þokkalegt vorveður áfram – svona milt og með vætu öðru hverju á Suður- og Vesturlandi, en þetta er ekkert verulegt magn. Bara gott fyrir gróðurinn,“ segir Haraldur Eiríkison veðurfræðingur við mbl.is. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bú­ast má við mildu og þokka­legu vor­veðri áfram um helg­ina. Ei­lít­il væta verður á höfuðborg­ar­svæðinu og á Vest­ur­landi en þurrt og bjart verður fyr­ir norðaust­an.

Har­ald­ur Ei­ríks­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að á morg­un verði suðaust­an gola eða kaldi á Suður- og Vest­ur­landi, með vindi á bil­inu 3–10 metr­um á sek­úndu. Hita­stig verður á bil­inu 7–11 stig.

Þá verði einnig lít­ils hátt­ar væta öðru hverju.

Hiti gæti náð 15 stig­um

Á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi má hins veg­ar bú­ast við þurru og björtu veðri og gæti þar hit­inn náð allt að 15 stig­um.

„Á sunnu­dag er bara út­lit fyr­ir hæg­lætis­veður og ein­hverj­ar skúra­leiðing­ar. Það er minni úr­koma á sunnu­deg­in­um, en áfram lík­lega bara þurrt og bjart þarna á Norðaust­ur­landi,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Þetta er bara þokka­legt vor­veður áfram – svona milt og með vætu öðru hverju á Suður- og Vest­ur­landi, en þetta er ekk­ert veru­legt magn. Bara gott fyr­ir gróður­inn,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert