Þrír fulltrúar fara í útför páfans

Frans páfi verður lagður lagður til hinstu hvílu á laugardagsmorgun.
Frans páfi verður lagður lagður til hinstu hvílu á laugardagsmorgun. AFP

Fjöldi þjóðarleiðtoga mun sækja út­för Frans páfa sem lagður verður til hinstu hvílu á laug­ar­dag­inn næsta.

Frá Íslandi verða minnst þrír full­trú­ar stjórn­valda, þau Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Ein­ar Gunn­ars­son, sendi­herra Íslands gagn­vart Sviss og Páfag­arði. Þetta seg­ir í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Aðrir sem til­kynnt hafa komu sína til Róm­ar þenn­an dag eru m.a. kon­ungs­hjón Belg­íu og for­sæt­is­ráðherra; for­sæt­is­ráðherra Bret­lands; for­seti Króa­tíu; for­seti Banda­ríkj­anna; for­seti Frakk­lands; for­seti Finn­lands; frá­far­andi Þýska­landskansl­ari; for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands; for­sæt­is­ráðherra Hol­lands; kon­ungs­hjón Spán­ar; kon­ungs­hjón Svíþjóðar og for­sæt­is­ráðherra; for­seti Úkraínu og aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna. Listi þessi er langt frá því að vera tæm­andi og dag­lega bæt­ast við nýj­ar til­kynn­ing­ar um komu þjóðarleiðtoga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert