Fjöldi þjóðarleiðtoga mun sækja útför Frans páfa sem lagður verður til hinstu hvílu á laugardaginn næsta.
Frá Íslandi verða minnst þrír fulltrúar stjórnvalda, þau Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Sviss og Páfagarði. Þetta segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Aðrir sem tilkynnt hafa komu sína til Rómar þennan dag eru m.a. konungshjón Belgíu og forsætisráðherra; forsætisráðherra Bretlands; forseti Króatíu; forseti Bandaríkjanna; forseti Frakklands; forseti Finnlands; fráfarandi Þýskalandskanslari; forsætisráðherra Grikklands; forsætisráðherra Hollands; konungshjón Spánar; konungshjón Svíþjóðar og forsætisráðherra; forseti Úkraínu og aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Listi þessi er langt frá því að vera tæmandi og daglega bætast við nýjar tilkynningar um komu þjóðarleiðtoga.
Frans páfi var 88 ára er hann lést.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.