Undirrituðu samkomulag um stofnun háskólasamstæðu

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- …
Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands handsala samkomulagið í Sögu, húsi Háskóla Íslands, í dag. mbl.is/Eyþór

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands (HÍ), Hólm­fríður Sveins­dótt­ir, rektor Há­skól­ans á Hól­um (HH), og Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, und­ir­rituðu í dag sam­komu­lag um stofn­un há­skóla­sam­stæðu með þátt­töku skól­anna tveggja und­ir nafni Há­skóla Íslands.

Sam­stæðan tek­ur form­lega til starfa næstu ára­mót en henni er ætlað að bæta sam­keppn­is­hæfni há­skól­anna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rann­sókna og stoðþjón­ustu sem og að auka tengsl við at­vinnu­líf og sam­fé­lög um land allt.

Há­skóla­sam­stæðan mun starfa und­ir nafni Há­skóla Íslands. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Leiðandi há­skóli í ís­lensku sam­fé­lagi og sér­hæfður há­skóli á lands­byggðinni

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu er há­skóla­sam­stæðunni ætlað að styrkja HÍ sem leiðandi há­skóla í ís­lensku sam­fé­lagi og HH, sem verður Há­skóli Íslands á Hól­um, sem sér­hæfðan há­skóla á lands­byggðinni.

Með sam­komu­lag­inu er einnig ætl­un­in að samþætta próf­gráður, auka þjón­ustu við nem­end­ur og kenn­ara, bæta aðferðir við kennslu og auka rann­sókn­ar­sam­starf.

mbl.is/​Eyþór

Ein­stakt tæki­færi til að efla há­skólastarf á lands­byggðinni

Haft er eft­ir Loga Ein­ars­syni, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, að Íslend­ing­ar séu fá­menn þjóð en með auk­inni sam­heldni og skýrri framtíðar­sýn sé hægt að skapa há­skólaum­hverfi sem stenst alþjóðleg viðmið, þar sem fag­leg breidd, þjón­usta við sam­fé­lagið og rann­sókn­ar­sam­starf séu í for­grunni.

„Með þess­ari sam­stæðu skap­ast ein­stakt tæki­færi til að efla há­skólastarf á lands­byggðinni og það skipt­ir lyk­il­máli í því að tryggja jafnt aðgengi að há­skóla­mennt­un, efla staðbundið sam­fé­lag og styrkja ný­sköp­un víðs veg­ar um landið.“

Haft er eft­ir Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Há­skóla Íslands, að um stórt skref væri að ræða. Ekki bara í því að styðja við báða há­skól­ana, held­ur einnig í því brýna verk­efni að styrkja allt há­skólastarf á Íslandi.

„Þetta á ekki síst við um samþætt­ingu hér­lendra há­skóla í alþjóðlegri sam­keppni. Þetta fyrsta skref mun stuðla að auk­inni fjöl­breytni í náms­fram­boði, þróun náms­greina og rann­sókna með áherslu á þarf­ir at­vinnu­lífs og sam­fé­lags.“

Haft er eft­ir Hólm­fríði Sveins­dótt­ur, rektor Há­skól­ans á Hól­um, að há­skóla­sam­stæður þekk­ist víða er­lend­is og voru stofnaðar til að efla há­skóla­starf­semi á landsvísu og ekki síst í hinum dreifðu byggðum.

„Stofn­un há­skóla­sam­stæðu Há­skóla Íslands er því eitt mik­il­væg­asta byggðaþró­un­ar­verk­efni Íslands í dag,“ er haft eft­ir Hólm­fríði, sem sagðist telja að há­skóla­sam­stæðan muni auka tæki­færi til ný­sköp­un­ar í nánu sam­starfi við sterk­ar at­vinnu­grein­ar á Norður­landi vestra og lands­byggðinni allri.

Fleiri skól­ar bæt­ist við sam­stæðuna

Há­skól­arn­ir tveir eru ásamt stjórn­völd­um sam­mála um að stofn­un há­skóla­sam­stæðu sé væn­leg leið til að samþætta og efla ís­lenskt há­skóla­kerfi. Með sam­komu­lag­inu verði lögð áhersla á að sam­stæðan sé eft­ir­sókn­ar­verð fyr­ir fleiri há­skóla og rann­sókn­ar­stofn­an­ir. Ætl­un­in er að fá fleiri inn í sam­stæðuna til að styrkja hana og um leið ís­lenskt há­skóla­kerfi.

Kapp verði lagt á að hver aðili að sam­stæðunni haldi sér­stöðu sinni, ásamt áherslu á upp­bygg­ingu nauðsyn­legra innviða til að styrkja sam­stæðuna í vax­andi alþjóðlegri sam­keppni um fjár­magn, nem­end­ur og starfs­fólk.

Stjórn­skipu­lag sam­stæðunn­ar tek­ur mið af skipu­lagi HÍ. Yfir henni verður einn há­skóla­rektor og eitt há­skólaráð en sam­starfs­ráð verður skipað til að fara með mik­il­væg­ar ákv­arðanir sem lúta að sam­starfi aðild­ar­há­skóla. Nú­ver­andi rektor­sembætti Há­skól­ans á Hól­um breyt­ist í embætti for­seta Há­skóla Íslands á Hól­um.

Miðað er við að sam­stæðan starfi með sam­eig­in­lega kenni­tölu og fjár­laga­núm­er frá 1. janú­ar 2026 og að frá þeim tíma heyri all­ir starfs­menn og nem­end­ur aðild­ar­há­skól­anna und­ir sam­stæðuna.

Starfa muni um land allt

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að nauðsyn­legt sé að und­ir­búa laga­breyt­ing­arn­ar fyr­ir stofn­un sam­stæðunn­ar en há­skóla­sam­stæðan mun reka sam­eig­in­lega stjórn­sýslu og stoðþjón­ustu og mun starfa víða um land en hafa meg­in­starfs­stöðvar í Reykja­vík og í Skagaf­irði.

Í tengsl­um við ráðning­ar í störf, t.d. í stjórn­sýslu og stoðþjón­ustu sam­stæðunn­ar, verður leit­ast við að fjölga störf­um sem staðsett eru í Skagaf­irði.

Gert er ráð fyr­ir upp­bygg­ingu aðstöðu á Hól­um, m.a. hús­næði fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir í fisk­eld­is- og fiska­líf­fræði og hesta­fræði. Auk þess verður upp­bygg­ing á innviðum og aðstöðu til rann­sókna á Sauðár­króki.

Stofn­un rann­sókna­setra Há­skóla Íslands mun flytja höfuðstöðvar sín­ar í Skaga­fjörð þar sem leitt verður starf setra um allt land með tugi vís­inda­manna og fjár­magn til rann­sókna í sterk­um tengsl­um við sam­fé­lag og at­vinnu­líf, sem seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert