Útlendingar grunaðir í helmingi hópnauðgana

Á síðustu árum hafa verið á bilinu 6-10 hónauðganir tilkynntar …
Á síðustu árum hafa verið á bilinu 6-10 hónauðganir tilkynntar til lögreglu á ári hverju. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Colourbox

Af þeim sex hópnauðgun­um sem hafa verið kærðar á ár­inu eru grunaðir gerend­ur er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar í þrem­ur til­vik­um og menn með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt grunaðir í hinum þrem­ur til­vik­un­um.

Ef litið er á öll kyn­ferðis­brot, ekki bara hópnauðgan­ir, þá er 71% grunaðra gerenda það sem af er ári Íslend­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í svari rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn mbl.is.

Eins og fjallað hef­ur verið um að und­an­förnu þá hafa óvenju marg­ar hópnauðgan­ir verið kærðar í upp­hafi árs. All­ar sex hópnauðgan­irn­ar sem hafa verið kærðar á þessu ári hafa komið á borð lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

71% grunaðra í kyn­ferðis­brota­mál­um Íslend­ing­ar

„Í þrem­ur mál­um eru grunaðir með ís­lensk rík­is­fang og í þrem­ur eru grunaðir með er­lent rík­is­fang,“ seg­ir í svari rík­is­lög­reglu­stjóra.

Ef litið er á öll kyn­ferðis­brot til árs­ins 2020 má sjá að heilt yfir eru mun fleiri Íslend­ing­ar grunaðir en út­lend­ing­ar. Árið 2020 voru 13% grunaðra gerenda í kyn­ferðis­brota­mál­um menn með er­lent rík­is­fang en á síðustu árum hef­ur hlut­fall út­lend­inga auk­ist.

Á síðasta ári voru út­lend­ing­ar 29% grunaðra gerenda og það sem af er ári 2025 er skipt­ing­in eins og á síðasta ári.

6-10 hópnauðgan­ir á borð lög­reglu á ári hverju

Ef litið er á hópnauðgan­ir síðustu fimm ár þá hafa á bil­inu 6-10 slík mál komið á borð lög­reglu á ári hverju.

„Hafa ber í huga að mál­in sem koma á borð lög­reglu þurfa ekki að end­ur­spegla öll mál af þessu tagi. Marg­ir þætt­ir geta haft áhrif á lík­ur á að kyn­ferðis­brot séu til­kynnt til lög­reglu, t.d. mat brotaþola á al­var­leika máls og tengsl viðkom­andi við ger­anda eða gerend­ur,“ seg­ir í svari rík­is­lög­reglu­stjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert