Verðlaunuð fyrir þýðingar

Kim Lembek og Tatjana Latinovic.
Kim Lembek og Tatjana Latinovic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orðstír, heiður­sverðlaun þýðenda af ís­lensku á önn­ur mál, voru af­hent á Bessa­stöðum nú fyr­ir stundu en að þessu sinni komu þau í hlut Tatjönu Lat­in­ovic og Kims Lem­bek.

Verðlaun­in eru veitt tveim­ur þýðend­ur ís­lenskra bók­mennta sem hafa „þýtt verk úr ís­lensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim ár­angri aukið hróður ís­lenskr­ar menn­ing­ar á er­lend­um vett­vangi“, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Að Orðstír standa Alþjóðleg bók­mennta­hátíð í Reykja­vík, Banda­lag þýðenda og túlka, embætti for­seta Íslands, Íslands­stofa og Miðstöð ís­lenskra bók­mennta.

Tatj­ana Lat­in­ovic hef­ur búið og starfað á Íslandi síðan árið 1994. Hún þýðir bæði á serbnesku og króa­tísku og á meðal höf­unda sem hún hef­ur þýtt á serbnesku eru Sjón, Arn­ald­ur Indriðason, Auður Ava Ólafs­dótt­ir, Gyrðir Elías­son, Odd­ný Eir Ævars­dótt­ir, Hall­dóra Thorodd­sen, Ófeig­ur Sig­urðsson og Jón Kalm­an Stef­áns­son. Á króa­tísku mætti nefna höf­unda eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur, Sjón, Ein­ar Má Guðmunds­son og Auði Övu Ólafs­dótt­ur.

Kim Lem­bek hef­ur í meira en 40 ár starfað í ís­lensk­um bók­mennt­um. Hann hef­ur þýtt um það bil 85 verk úr ýms­um grein­um bók­mennt­anna, bæði nú­tíma­bók­mennt­ir og forn­bók­mennt­ir. Lem­bek hef­ur þýtt öll helstu verk Hall­gríms Helga­son­ar, Sjóns og Jóns Kalm­ans Stef­áns­son­ar yfir á dönsku og að auki hef­ur hann þýtt höf­unda á borð við Fríðu Ísberg, Berg­svein Birg­is­son og Arn­ald Indriðason. Einnig hef­ur hann ­ný­lega þýtt Njáls­sögu og Grett­is­sögu upp á nýtt.

Dag­skrá með verðlauna­höf­um fer fram í Nor­ræna hús­inu sunnu­dag­inn 27. apríl kl. 14 og er það hluti af dag­skrá Alþjóðlegr­ar bók­mennta­hátíðar í Reykja­vík. Nán­ari upp­lýs­ing­ar á vefn­um bok­mennta­hatid.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert