Eftir mikla þurrkatíð sunnan heiða var væta þar í nótt en í dag er spáð suðaustan 5-13 m/s á landinu. Það verður rigning suðaustan til, en annars væta með köflum, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hitinn verður á bilinu 5-13 stig.
Á morgun er gert ráð fyrir svipuðu veðri en það mun draga úr úrkomu á Suðausturlandi. Hitinn verður á bilinu 7 til 14 stig.