Umferðarljósin á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru biluð.
Þetta staðfestir aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla stýrir umferð á meðan beðið er eftir því að gert verði við ljósin. Umferðin gengur hægt fyrir sig.