Ein elsta ljósmynd frá Íslandi glötuð

Ein af elstu ljós­mynd­um 19. ald­ar frá Íslandi, sem tek­in var af Reykja­vík­ur­höfn, glataðist í meðför­um upp­boðshúss­ins Stockholms Aukti­on­s­verk eft­ir að hún hafði verið seld hæst­bjóðanda.

Árni Freyr Magnús­son sagn­fræðing­ur seg­ir að þegar hann sá mynd­ina aug­lýsta á upp­boði hafi hann kannað hvort af­rit af mynd­inni væri til hjá Þjóðminja­safn­inu. Þegar í ljós kom að svo var ekki tók hann ákvörðun um að gera til­boð í mynd­ina.

Hann seg­ist hafa tekið þátt í upp­boðinu með það fyr­ir aug­um að gefa Ljós­mynda­safni Íslands mynd­ina og bæta henni í safn­kost­inn. Heppn­in hafi verið með hon­um þar sem hann var hæst­bjóðandi. Þegar búið var að ganga frá flutn­ings­mál­um var hon­um til­kynnt að ljós­mynd­in væri týnd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert