Einangraðir og handjárnaðir við „belti“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Afstaða, fé­laga fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, seg­ist hafa fengið upp­lýs­ing­ar um að tug­ir ein­stak­linga sem bíði brott­vís­un­ar frá Íslandi séu vistaðir vik­um sam­an í fanga­geymsl­um lög­reglu við óviðun­andi aðstæður.

Þar séu þeir oft ein­angraðir og án reglu­bund­inn­ar úti­vist­ar. Í sum­um til­vik­um séu þeir hand­járnaðir við svo­kallað „belti“ þegar þeir fá tak­markaða út­vist.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Af­stöðu, sem krefst þess að ís­lensk stjórn­völd standi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar um varn­ir gegn pynd­ing­um og van­v­irðandi meðferð, og að dóms­kerfið standi um þær vörð.

Dóm­ar­ar beri ábyrgð á van­v­irðandi meðferð

Í til­kynn­ing­unni er bent á að viðkom­andi ein­stak­ling­ar hafi ekki framið refsi­verð brot en séu engu að síður vistaðir við aðstæður sem brjóti í bága við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands um mann­rétt­indi.

„Það vek­ur sér­staka at­hygli Af­stöðu að ís­lensk­ir dóm­ar­ar hafa ít­rekað úr­sk­urðað um slíka vist­un án þess að metið sé hvort væg­ari úrræði geti komið að not­um. Með því bera dóm­ar­ar, lög­um sam­kvæmt, ábyrgð á þeirri van­v­irðandi meðferð sem þeir sæta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert