Einstök stund í Vatíkaninu

Þorgerður Katrín, sem sjálf er kaþólikki, var viðstödd útför Frans …
Þorgerður Katrín, sem sjálf er kaþólikki, var viðstödd útför Frans páfa í dag ásamt Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Einari Gunnarssyni, sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði. Ljósmynd/Instagram/thorgerdurk

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að Frans páfa verði minnst sem manns sem bjó yfir mik­illi auðmýkt, umb­urðarlyndi og kær­leika.

Þor­gerður Katrín, sem sjálf er kaþól­ikki, var viðstödd út­för Frans páfa í dag ásamt Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands og Ein­ari Gunn­ars­syni, sendi­herra Íslands gagn­vart Páfag­arði.

Í færslu á sam­fé­lags­miðlum seg­ir Þor­gerður Katrín að Frans páfi hafi verið maður fólks­ins og friðar­ins í heimi sem þurfi sár­lega á slíkri for­ystu og sýn að halda.

Kista Frans páfa borin inn í kirkju heil­agr­ar Maríu í …
Kista Frans páfa bor­in inn í kirkju heil­agr­ar Maríu í Róm í dag, þar sem hann var lagður til hinstu hvílu. AFP

Mik­ill heiður

„Það var mik­ill heiður að vera viðstödd, ásamt for­seta Íslands og fá að fylgja þess­um merka manni, góða og hlýja páfa. Sem kaþól­ikki er ég þakk­lát fyr­ir að hafa upp­lifað þessa mögnuðu stund við Pét­urs­kirkj­una í Róm,“ skrif­ar Þor­gerður Katrín.

Seg­ist hún viður­kenna að sumt af henn­ar fólki, sem gengið sé, hafi verið með henni í dag og það sé gott að hafa fundið það.

„Nú hef­ur Frans páfi fengið hvíld eft­ir ævi sem var til­einkuð þjón­ustu við mann­kyn. Minn­ing hans mun lifa áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert