„Eldur sækir mjög hratt upp brattlendi“

Mikil sina getur verið á þessum árstíma.
Mikil sina getur verið á þessum árstíma. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum bún­ir að ná tök­um á þessu og erum bara að drepa í glæðum.“

Þetta seg­ir Bjarni Þor­steins­son, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borg­ar­byggðar, en slökkviliðið var kallað út vegna sinu­elds, sem virt­ist ætla að dreifa úr sér, í Selgili við Húsa­fells­fjall aust­an við Húsa­fell í átt­ina að Kalda­dal, á öðrum tím­an­um í dag.

Eldurinn kom upp í Selgili við Húsafellsfjall austan við Húsafell …
Eld­ur­inn kom upp í Selgili við Húsa­fells­fjall aust­an við Húsa­fell í átt­ina að Kalda­dal. Kort/​Map.is

„Þetta leit ekk­ert vel út“

„Þetta leit ekk­ert vel út. Þetta er í bratt­lendi og eld­ur sæk­ir mjög hratt upp bratt­lendi,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir hann að erfitt sé að gera sér grein fyr­ir því á hversu stóru svæði eld­ur­inn logaði en seg­ir hann hafa verið á frek­ar af­mörkuðu svæði.

Veður­skil­yrði voru slökkvi­starfi hag­felld en rign­ing­in mætti eft­ir pönt­un, eins og Bjarni orðar það, og sló á.

Yfir 30 slökkviliðsmenn sinntu út­kall­inu á dælu­bíl­um og böggy-bíl­um með vatns­búnaði og háþrýsti­dæl­um. Þá notuðust þeir við klöpp­ur og rign­ing­in hjálpaði til.

Að sögn Bjarna er vinnu að ljúka á vett­vangi.

„Þeir eru bara í svona litl­um hreiðrum að fulldrepa þetta. Ætli við verðum ekki komn­ir svona um þrjú­leytið til baka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert