Fasteignirnar verðlausar

Brugðið Aroni Quan og fleiri fasteignaeigendum var brugðið þegar þeir …
Brugðið Aroni Quan og fleiri fasteignaeigendum var brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að fasteignir þeirra væru í reynd orðnar verðlausar. Morgunblaðið/Eggert

Eig­end­ur at­vinnu­hús­næðis á Bílds­höfða segja Reykja­vík­ur­borg hafa skilið sig eft­ir í al­gjörri óvissu og með verðlaus­ar eign­ir.

Aron Wei Quan, eig­andi veit­ingastaðar­ins Fön­ix á Bílds­höfða 12, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að þegar einn eig­enda í hús­inu hugðist selja hafi komið í ljós að lóðarleigu­samn­ing­ur væri út­runn­inn. Þegar hús­fé­lagið óskaði eft­ir nýj­um samn­ingi við borg­ina hafi aðeins boðist tíma­bund­inn samn­ing­ur til 2033. Í hon­um kem­ur fram að verið sé að end­ur­skoða skipu­lag á svæðinu.

Hann seg­ir eng­in sam­skipti hafa verið af hálfu borg­ar­inn­ar við fast­eigna­eig­end­ur um framtíð svæðis­ins. Ekk­ert upp­kaupsákvæði sé í samn­ingn­um og býður borg­in ekki slíkt í fram­lengd­um samn­ingi held­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert