Gæslan tekur þátt í kafbátaeftirliti

Það er sjaldgæf sjón að sjá bæði varðskip Íslendinga, Þór …
Það er sjaldgæf sjón að sjá bæði varðskip Íslendinga, Þór og Freyju, samtímis í höfn. Venjulega er annað þeirra við gæslustörf á miðunum. Mælingarbáturinn Baldur er fremst. mbl.is/Árni Sæberg

Kaf­báta­eft­ir­lit­sæfing­in Dynamic Mong­oose hefst hér við land á mánu­dag en hún er hald­in á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO.

Æfing­in er ár­leg og fer fram suður af land­inu og á hafsvæðinu á milli Íslands og Nor­egs. Land­helg­is­gæsl­an er þátt­tak­andi.

Varðskip Íslend­inga; Freyja og Þór, hafa bæði legið við Faxag­arð í Reykja­vík und­an­farna daga. Það ger­ist ekki oft að varðskip­in liggi sam­tím­is í höfn, enda hafa þau skipst á að gæta land­helgi Íslands. Þá er Siglu­fjörður heima­höfn Freyju og skipið kem­ur því sjald­an til Reykja­vík­ur.

Árni Sæ­berg hef­ur í ára­tugi myndað starf­semi Land­helg­is­gæsl­unn­ar en hann var á árum áður há­seti á varðskip­un­um. Árni beið því ekki boðanna þegar tæki­færi gafst til að mynda varðskip­in sam­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert