Halla og Biden hittust í Róm

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Ljómsynd/Instagram/hallatomas

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Joe Biden, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hitt­ust á Pét­urs­torg­inu í Róm í dag er þau voru viðstödd út­för Frans páfa.

Það virt­ist fara vel á með for­set­an­um fyrr­ver­andi og Höllu en þau létu að sjálf­sögðu mynda sig sam­an. Halla birti mynd­ina á sam­fé­lags­miðlum sín­um.

Heim­ur­inn misst mik­il­væg­an leiðtoga

Halla var viðstödd út­för páfa ásamt Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og Ein­ari Gunn­ars­syni, sendi­herra Íslands gagn­vart Páfag­arði.

Halla minnt­ist Frans páfa á dög­un­um og sagði heim­inn hafa misst mik­il­væg­an leiðtoga sem hafði kær­leika og um­hyggju fyr­ir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyr­ir­rúmi og hvatti til ábyr­gr­ar for­ystu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert