Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hittust á Péturstorginu í Róm í dag er þau voru viðstödd útför Frans páfa.
Það virtist fara vel á með forsetanum fyrrverandi og Höllu en þau létu að sjálfsögðu mynda sig saman. Halla birti myndina á samfélagsmiðlum sínum.
Halla var viðstödd útför páfa ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Einari Gunnarssyni, sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði.
Halla minntist Frans páfa á dögunum og sagði heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi og hvatti til ábyrgrar forystu.