Hefja uppbyggingu á Borgarhöfðanum

Ingvi, hér til hægri, ásamt Jóhanni Sigurðssyni arkitekt og Heiðu …
Ingvi, hér til hægri, ásamt Jóhanni Sigurðssyni arkitekt og Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta skóflu­stung­an að 133 íbúða bygg­ingu á Borg­ar­höfða var tek­in í gær. Áætlað er að hverfið, sem mun rísa á Ártúns­höfða og við Elliðaár­vog, muni hýsa allt að 20.000 íbúa.

Upp­bygg­ing­in er á veg­um fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Klasa og er þetta fyrsta fram­kvæmd fé­lags­ins er varðar Borg­ar­höfða, en til viðbót­ar sér Klasi fyr­ir sér að reisa um 700 íbúðir til viðbót­ar auk versl­un­ar- og skrif­stofu­hús­næðis á næstu árum.

Ingvi Jónas­son fram­kvæmda­stjóri Klasa seg­ir upp­bygg­ing­una hafa verið lengi í þróun, en byrjað var að fjár­festa á svæðinu árið 2005.

Aðspurður seg­ir Ingvi að reiknað sé með að fyrstu íbúðirn­ar verði til­bún­ar eft­ir um 18 mánuði. All­ar verði svo til­bún­ar eft­ir rúm tvö ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert