„Enginn er búmaður nema barmi sér,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fréttaritari Morgunblaðsins, spurður álits á umræðu bænda um að helsingjafaraldur ógni afkomu þeirra.
Að sögn Jóhanns hefur helsingjum fjölgað töluvert fyrir austan en það þurfi ekki að vera áhyggjuefni fyrir bændurna. „Þetta er bara hefðbundinn barlómur. Það er nóg fyrir þessa fugla að éta þótt þeir fari ekki í tún. Þetta er bara skemmtileg nýjung í fánunni að fá svona fallegan fugl til þess að verpa hérna,“ segir hann.
„Á hverju vori koma gæsir eða álftir og leggja framtíð bænda í rúst. Þetta er svona hefðbundinn söngur, hvort sem það er helsingi, grágæs, heiðagæs eða álft. Það er bara meira af helsingja þarna fyrir austan og hann er tiltölulega nýbúinn að nema land,“ segir Jóhann og gagnrýnir að það fyrsta sem bændum detti í hug sé að drepa. „Það eina sem mönnum dettur í hug er alltaf að grípa til byssunnar, það er hægt að gera svo margt annað til að halda þeim frá túnunum en að skjóta þá. Það ætti að vera það síðasta sem mönnum dettur í hug að gera – að drepa.“
Spurður hvað sé til ráða segir hann vel hægt að fæla gæsirnar með gamaldags fuglahræðu, hundum, hljóðum eða drónum. Gott ráð sé einnig að hafa kornakur sem hefur ekki verið sleginn árið áður, þá fari fuglarnir í hann. Sums staðar hafi bændur fengið styrki til að gera slíkt. Þá bendir hann á að gæsirnar geti ekki lent inni í kornakrinum sjálfum heldur lendi þær fyrir utan og labbi inn. Því sé hægt að koma upp lágum girðingum utan um akurinn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.