Húsfyllir í Miðgarði

Frá minningartónleikunum í Miðgarði. Þrír ættliðir úr Álftagerði og einn …
Frá minningartónleikunum í Miðgarði. Þrír ættliðir úr Álftagerði og einn tengdasonur tóku saman lagið, við undirleik Valmar Väljaots. Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir.

Menn­ing­ar­húsið Miðgarður í Skagaf­irði var fullt út úr dyr­um að kvöldi sum­ar­dags­ins fyrsta þegar minn­ing­ar­tón­leik­ar um Stefán R. Gísla­son, kór­stjóra og org­an­ista, fóru fram. Var með tón­leik­un­um tekið for­skot á Sælu­viku Skag­f­irðinga sem hefst form­lega núna um helg­ina.

Stefán féll frá haustið 2023 en hann stjórnaði Karla­kórn­um Heimi í ára­tugi, auk þess að stjórna Kirkju­kór Glaum­bæj­ar­prestakalls, Álfta­gerðis­bræðrum og fleiri söng­hóp­um. Stefán hefði orðið 70 ára síðasta haust og þá var stofnaður minn­ing­ar­sjóður um hann. All­ur ágóði af tón­leik­un­um renn­ur í sjóðinn, sem styrk­ir efni­legt fólk til náms í org­ell­eik og kór­stjórn.

Stefán R. Gíslason var lengi stjórnandi Karlakórsins Heimis og Álftagerðisbræðra, …
Stefán R. Gísla­son var lengi stjórn­andi Karla­kórs­ins Heim­is og Álfta­gerðis­bræðra, en hann féll frá haustið 2023. Stofnaður hef­ur verið minn­ing­ar­sjóður um hann sem ætlað er að styrkja efni­lega nem­end­ur í org­ell­eik og kór­stjórn.

Frá­bært kvöld og góður andi

Gísli Gunn­ars­son, vígslu­bisk­up að Hól­um og fv. prest­ur í Glaum­bæ, átti frum­kvæði að stofn­un minn­inga­sjóðsins og und­ir­bjó tón­leik­ana í Miðgarði ásamt fleir­um. Hann átti lengi gott og far­sælt við Stefán.

„Þetta gekk allt vel, var frá­bært kvöld og góður andi,“ sagði Gísli við mbl.is.

„Upp­selt var á tón­leik­ana og safnaðist vel í minn­ing­ar­sjóðinn auk annarra gjafa sem sjóðnum hafa borist. Ég er afar þakk­lát­ur öll­um þeim sem komu fram og gáfu sína vinnu, eins er ég þakk­lát­ur öll­um þeim sem komu á tón­leik­ana og voru með okk­ur,“ seg­ir Gísli en gest­ir á tón­leik­un­um í Miðgarði voru um 400 tals­ins og til viðbót­ar komu um 100 manns fram á sviðinu.

Karlakórinn Heimir, sem Jón Þorsteinn Reynisson stjórnar, tók hann við …
Karla­kór­inn Heim­ir, sem Jón Þor­steinn Reyn­is­son stjórn­ar, tók hann við af Stefáni R. Gísla­syni. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir

Tónlist fluttu Karla­kór­inn Heim­ir, Álfta­gerðis­bræður og niðjar þeirra, Kirkju­kór Glaum­bæj­ar­prestakalls og harmonikutrió sem stjórn­andi Heim­is í dag fór fyr­ir, Jón Þor­steinn Reyn­is­son. Með hon­um spiluðu Ísak Agn­ars­son og Guðmund­ur Smári Guðmunds­son. Þrír Álfta­gerðis­bræður eru enn að syngja, þeir Óskar, Pét­ur og Gísli Pét­urs­syn­ir. Með þeim sungu son­ur Gísla, Agn­ar, og tveir syn­ir hans, þeir Jóel og Ísak. Sjö­undi söngmaður­inn í Álfta­gerðis­band­inu var svo Atli Gunn­ar Arn­órs­son, tengda­son­ur Gísla.

„Skag­firsk stemm­ing sveif svo sann­ar­lega yfir vötn­um. Þetta gat ekki tek­ist bet­ur,“ seg­ir Gísli um þessa kvöld­stund í Miðgarði.

Harmonikutríóið skipuðu þeir Guðmundur Smári Guðmundsson, Ísak Agnarsson og Jón …
Harmonikutríóið skipuðu þeir Guðmund­ur Smári Guðmunds­son, Ísak Agn­ars­son og Jón Þor­steinn Reyn­is­son. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir
Séra Gísli Gunnarsson stóð að tónleikunum ásamt fleirum og hélt …
Séra Gísli Gunn­ars­son stóð að tón­leik­un­um ásamt fleir­um og hélt tölu í Miðgarði. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir
Stefán stjórnaði Heimismönnum í nærri 40 ár og hér er …
Stefán stjórnaði Heim­is­mönn­um í nærri 40 ár og hér er mynd sem varpað var á skjá í Miðgarði, tek­in af hon­um hugsi á kóræf­ingu.
Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls söng á tónleikunum en Stefán stjórnaði kórnum lengi …
Kirkju­kór Glaum­bæj­ar­prestakalls söng á tón­leik­un­um en Stefán stjórnaði kórn­um lengi vel. Mar­grét Bóas­dótt­ir stjórnaði kórn­um að þessu sinni. Ljós­mynd/​Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert