Slökkviliðsmenn leita af sér allan grun eftir útkall í hús við Langholtsveg rétt í þessu.
Að sögn aðalvarðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru allar stöðvar boðaðar út en tveimur af fjórum stöðvum snúið við þegar fyrsti bíllinn kom að húsinu.
Segir hann engan eld hafa verið sjáanlegan en slökkviliðsmenn séu nú á vettvangi að leita af sér allan grun.