Í dag fór fram fótboltaleikur á milli rithöfunda og bókaútgefenda í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu og nær hápunkti um helgina.
Leikið var á Valbjarnarvelli á Þróttarsvæðinu. Rithöfundar klæddust svörtu og útgefendur bláu. Anna Lea Friðriksdóttir var fyrirliði útgefenda og Börkur Gunnarsson fyrirliði rithöfunda.
Leikurinn fór 2-0 fyrir rithöfundum.
„Útgefendur svoleiðis lágu í færunum, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var algjör skandall að við skyldum ekki hafa náð að saxa á þetta,“ segir Anna Lea í samtali við mbl.is.