„Olíuskipinu“ snúið í rétta átt

Árborg er að ná lögbundnum viðmiðum en Bragi bjarnason bæjarstjóri …
Árborg er að ná lögbundnum viðmiðum en Bragi bjarnason bæjarstjóri segir enn verkefni framundan að gera daglegan rekstur sjálfbæran. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er mjög já­kvæð niðurstaða hjá okk­ur og stórt skref í rétta átt,“ seg­ir Bragi Bjarna­son, bæj­ar­stjóri í Árborg, en rekstr­araf­koma sveit­ar­fé­lags­ins árið 2024 er langt um­fram áætl­an­ir og merki um mik­inn viðsnún­ing í rekstri Árborg­ar.

„Við erum að ná lög­bundn­um viðmiðum en ger­um okk­ur öll grein fyr­ir því að það er enn verk­efni okk­ar að gera dag­leg­an rekst­ur, eða svo­kallaðan A-hluta sveit­ar­fé­lags­ins, sjálf­bær­an þannig að hann standi und­ir öllu sem við þurf­um að reka.“

Yfir þrír millj­arðar um­fram áætl­un

Rekstr­arniðurstaða A- og B-hluta var já­kvæð um 3.243 millj­ón­ir króna, þrátt fyr­ir að ráð hafi verið gert fyr­ir 115 millj­óna króna halla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert