Alþingi kemur saman til fundar næstkomandi mánudag, 28. apríl, að loknu páskahléi. Hefst þá síðasta lota 156. löggjafarþingsins.
Síðasti fundur Alþingis fyrir páska var fimmtudaginn 10. apríl.
Þingfundur hefst á mánudaginn klukkan 15 en fundir nefnda verða um morguninn.
Sömuleiðis mun forseti Alþingis, Þórunn Sveinjarnardóttir, eiga fund með formönnum þingflokka um störfin fram undan og forsætisnefnd hittist.
Á dagskrá þingfundarins á mánudaginn eru m.a. óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra.
Þá verða til svara: Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, atvinnuvegaráðherra, dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra.
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða aftur á dagskrá miðvikudaginn 30. apríl.
Þá verða til svara: Forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Samkvæmt starfsáætlun 156. löggjafarþingsins verður þingfrestun 13. júní. Fram að þeim degi eru skráðir þingfundadagar 24.
Hinn hefðbundni liður, almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur), er á dagskrá miðvikudaginn 11. júní.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.