Páskahléi þingmanna að ljúka

Þingmenn koma að nýju saman til fundahalda eftir helgina.
Þingmenn koma að nýju saman til fundahalda eftir helgina. mbl.is/Karítas

Alþingi kem­ur sam­an til fund­ar næst­kom­andi mánu­dag, 28. apríl, að loknu páska­hléi. Hefst þá síðasta lota 156. lög­gjaf­arþings­ins.

Síðasti fund­ur Alþing­is fyr­ir páska var fimmtu­dag­inn 10. apríl.

Þing­fund­ur hefst á mánu­dag­inn klukk­an 15 en fund­ir nefnda verða um morg­un­inn.

Sömu­leiðis mun for­seti Alþing­is, Þór­unn Sveinjarn­ar­dótt­ir, eiga fund með for­mönn­um þing­flokka um störf­in fram und­an og for­sæt­is­nefnd hitt­ist.

Á dag­skrá þing­fund­ar­ins á mánu­dag­inn eru m.a. óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir til ráðherra.

Þá verða til svara: Menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, at­vinnu­vegaráðherra, dóms­málaráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, heil­brigðisráðherra og mennta- og barna­málaráðherra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert